Úrval - 01.06.1948, Blaðsíða 65
FLUGAFREK LINDBERGHS
63
ea það var sjálf flugtakan. Hún
hafði rutt úr vegi keppinautun-
um Fonck og Davis og Wooster.
Engin flugvél með svona lít-
inn hreyfil hafði nokkru sinni
iyft jafnmiklum þunga. Auk
þess var svolítill vindur á eftir
og völlurinn forugur og þung-
fær. Símalínur, tré og aðrir
farartálmar voru framundan.
Lindbergh lét hreyfilinn fara
á fulla ferð og sérfræðingar
hlustuðu á gang hans. Hann
vantaði enn 40 snúninga til að
ná hámarki — en sérfræðing-
arnir sögðu, að ekki væri við
betra að búast í svona röku
lofti. Lindbergh þakkaði þeim
og kinkaði kolli til aðstoðar-
mannanna. „Takið hjólskorð-
urnar!“
Slökkviliðsbíll ók yfir á hinn
enda flugbrautarinnar. Áhorf-
endurnir voru kvíðafullir. Þeir
mundu eftir eldtungunum, sem
gle^t höfðu Davis og Wooster
mánuði áður. Þeir fundu hjá
sér sterka hvöt til að stöðva
þenna unga mann. En það var
of seint. Hjólin tóku að snúast.
Fimm sekúndur, tíu, fimmtán
— og stélspaðinn drógst enn
við jörðu. Flugmenn í hópi
áhorfenda kölluðu til hans á
fagmáli sínu. „Lyftu stélinu!
Stigöu benzínið t botn!“ Tuttugu
sekúndur, þrjátíu — og nú var
hann kominn fram hjá öryggis-
línunni og of seint að stöðva
vélina og reyna að nýju. Nú!
Harðari hluti vallarins, snögg
hraðaaukning — hopp, annað
hopp, langt hopp — og fagnað-
aróp frá fjöldanum. Vélin var
komin á loft!
Upp, upp, þumlung eftir
þumlung, fram hjá slökkviliðs-
bílnum. Þrjá metra yfir drátt-
arvél, sex metra yfir símalín-
urnar. Nógur hraði til að skríða
yfir trén og beygja fyrir hæð-
ina.
Lindbergh lýsti þessu þannig
í dagbók sinni: „Um klukkan
7,40 var hreyfillinn settur í gang,
og klukkan 7,52 hóf ég mig til
flugs áleiðis til Parísar.“
Dagurinn sniglaðist áfram —
til hádegis og fram á kvöld,
áður en fyrstu gleðitíðindin
bárust til þeirra miljóna manna,
sem biðu í ofvæni frétta af ör-
lögum hins unga flugmanns.
Klukkan 7,15 um kvöldið barst
tilkynping frá Nýfundnalandi
þess efnis, að Andi St. Louis
hefði farið fram hjá St. John’s
— á réttum tíma og á réttri
leið. Hnefaleikakeppni stóð þá