Úrval - 01.06.1948, Blaðsíða 42
40
'ÚRVAL
eins eitt herbergi, 4x4,5 metr-
ar að flatarmáli eða þar um
bil og mannhæð undir loft.
Veggirnir, sem eru að minnsta
kosti 45 sm þykkir, eru úr torfi
og grjóti. Að innan eru þeir
klæddir borðum eða skinni. f
fyrsta skipti, sem maður kemur
inn í svona hús, verður manni
einkum starsýnt á veggina, sem
eru í skærum litum og með al-
þjóðlegu svipmóti, því að á þá
eru límd dagblöð og annar
blaðakostur, ýmist til skrauts
eða til að slétta ójöfnur. Þar
getur að líta auglýsingar um
lyf, tízkukjóla, bíla, hægðalyf,
whisky, skartgripi og margt
annað, sem ekki er mikil þörf
fyrir í Thule. Auglýsingarnar
eru úr enskum og amerískum
tímaritum, sem leiðangursmenn
af ýmsu tagi hafa skilið eftir.
Húsgögnin eru: langt trérúm,
þakið skinni, tveir eða þrír
kassar, sem geyma lausamuni
fjölskyldunnar, lítil hiila fyrir
lýsislampann, kaffikvörn, vekj-
araklukka og saumaáhöld. Á
krók í loftinu hangir hluti úr
rostung, sem er að þorna, og
undir honum stór pottur.
Meðan ég skoða sjúklinginn,
sem aldrei er órólegur eða feim-
inn, og fylgir alltaf fyrirmælmn
mínum samvizkusamlega, horfa
hinir íbúar hússins á með at-
hygli. Þegar skoðuninni er lokið,
fæ ég, án þess að biðja um,
þvottaskál til að þvo mér úr og
hreint stykki úr mjölpoka til að
þurrka mér á. Svo hefjast sam-
ræður. Venjulega spyr fólkið,
hvort nakorsaq (læknirinn)
kæri sig um svo lítinn kjötbita
— og hann þakkar kærlega
fyrir, því hann vill eiga vingott
við fólkið, og hérna, eins og
allstaðar annarsstaðar í heim-
inum, er fátt betur til þess fallið
en að eta saman.
En hvernig er heilsufarið í
svona íbúðum? Flest eru húsin
hrein, sum tandurhrein, og að-
eins örfá verulega óhrein — að
öllu samanlögðu líkt og heima
í Danmörku. En ekki má gleyma
erfiðleikunum á að útvega sápu
og vatn, eða hve margir búa í
hverju húsi. Á sumrin flytja
Eskimóarnir í Thule í skinn-
tjöld, og er sá siður mikilvægur
frá sjónarmiði þrifnaðar i og
heilbrigði, því að á þann hátt
nýtur fólkið betur lofts og sólar.
Þá eru hurðir og gluggar teknir
úr húsunum, og stundum jafnvel
þökin, svo að sól og loft geti
hreinsað húsin fyrir veturinn.