Úrval - 01.06.1948, Blaðsíða 54
Maður sem stamaði, seg-ir frá því,
hvemig honum tókst —
Að kenna sjálfum sér að tala.
Grein úr „Baltimore Sunday Sun“.
eftir Josep P. Blank.
AR til fyrir fimm mánuðum
var ég einn í hópi þeirra
ógæfusömu miljóna manna,
sem deyja hundruð sinnum á
dag, þegar þeir reyna að tala.
Ég stamaði. Ég átti ákaflega
erfitt með að tala, því að vöðv-
arnir í hálsi mínum og munni
voru stífir og óþjálir. Það var
sífelld barátta fyrir mig að
koma út úr mér orði. Oft óskaði
ég þess, þegar orð stóð í mér,
að ég væri orðinn einn og öllum
gleymdur.
í 25 ár varð ég að þola þessar
píslir á hverjum degi. Þegar ég
var fjögurra ára gamall, datt
ég niður kjallaratröppur, og
mér varð svo mikið um þennan
atburð, að ég missti málið. Eftir
því sem mánuðurnir liðu, varð
stamið verra og köfnunartil-
finningin óx, unz það varpaði
skugga á allt líf mitt. Gleðin
yfir afmælisdeginum mínum í
bernsku varð að engu, vegna
óttans við að þurfa að þakka
gestunum gjafirnar. Stoltið yfir
því, að ég hafði skrifað bezta
stílinn í áttunda bekk, varð
einskisvirði vegna kvíðans við
að þurfa ef til vill að lesa rit-
gerðina upphátt.
Samúð fólks og ráðleggingar
gerðu aðeins illt verra. Þegar
fólk sagði mér ,,að taka því
rólega“ og fór að sýna mér um-
hyggju, lamaði skelfingin radd-
bönd mín. Verzt var mér við
ókunnugt fólk, eins og t.d. for-
eldra fyrstu stúlkunnar, sem ég
bauð út, en þá var ég 17 ára
gamall. Meðan ég var að bíða
eftir stúlkunni, afmyndaðist ég
í framan af áreynslunni við að
reyna að tala við foreldrana.
Hryggð og meðaumkun lýsti
sér í svip þeirra. Ég var ekki
lengur í þeirra augum ungur
piltur, sem er hreykinn af nýju
samkvæmisfötunum sínum; ég
var orðinn að brjóstumkennan-
legu athlægi.
Ég ásetti mér að tala sem