Úrval - 01.06.1948, Blaðsíða 18
16
TJFtVAL.
á milli fóta minna og lagðist svo
grafkyrr á gangstéttina.
Þú varst grár, þegar þú lagð-
ir upp í þessa langferð. Nú ertu
svartur. Göturnar hér eru illa
hreinsaðar. Ég skal skrifa götu-
hreinsuninni um málið. Og heil-
brigðisfulltrúanum og borgar-
stjóranum. Ég tók upp hattinn.
Það var ekki minn hattur. Það
var ókunnugur hattur, bráð-
ókunnugur hattur, sem ég hafði
aldrei séð fyrr. Svartur hattur.
Ég hafði hlaupið á eftir hatti
annars manns í fimmtán mín-
útur. Guð veit, hvað þessi hatt-
ur hefur verið búinn að hrekj-
ast um göturnar, úr því að
Stokkhólmsbúar voru nú hættir
að taka upp annarra manna
hatta. Kannski var hann búinn
að vera villtur og höfuðlaus all-
an veturinn. Greyskinnið að
tarna, höfuðlaus og húsnæðis-
laus. Ég sleppti honum á göt-
una og sá hann beygja inn á
Kommendörgötu, rétt eins og
af gömlum vana, og svo hvarf
hann.
Ég tók bíl og fór heiœ. ,
En ef einhver vigtugur Stokk-
hólmsbúi, sem hættur er að taka
upp hatta, skyldi mæta hattin-
um mínum veltandi einhvers
staðar í Vasastaden eða á Li-
dingön eða úti á Enskede, þá
ætla ég að biðja hann að gera
svo vel að skila kveðju frá mér
og segja, að ég sé búinn að taka
í notkun aftur gamla Stetson
hattinn, sem líka á það til að
f júka af, eins og allir hattar eiga
að gera, en sem leggst flatur á
götuna og bíður þangað til ég
kem og sæki hann. Jafnvel þó
að góð stund líði. Borsalinohatt-
arnir koma frá ítalíu. Þeir era
of fjörugir fyrir mig.
° • ★ • °
Dnuimur, sem rættist.
Tveir menn, sem verið höfðu bemskuvinir, hittust eftir margia
ára skilnað.
„Hefur nokkur af bemskudraumum þínum rætzt, Billy ?“ spurði
annar.
„Aðeins einn,“ sagði Billy. „Þegar mamma var að greiða
mér, óskaði ég þess oft, að ég hefði ekkert hár.“
— Great Northem Goat.