Úrval - 01.06.1948, Blaðsíða 25
MÁLARALIST NÚTlMANS ER A VILLIGÖTUM
23
verið upp á slíku við hann,
mundi hann hafa talið sér stór-
lega misboðið: hann mundi
sennilega hafa skipað svo fyrir,
að hinn óskammfeilni málari
yrði tekinn af lífi.
Eftir að hinn auðugi vemd-
ari fagurra lista hvarf af sjón-
arsviðinu, tók listamaðurinn að
niála eingöngu til að skemmta
sjálfum sér. Hann losnaði úr
tengslum við heiminn umhverf-
is sig. Hann sökkti sér dýpra
niður í „abstrakt" list. Honum
tókst ekki að finna kaupendur
að þessum verkum sínum, og
hann neyddist til að flytja inn í
[oakherbergi og lifa þar við
kröpp kjör, þar sem hann býr
emn.
Nú leggja listamennirnir til,
að við höldum lífi í list þeirra
með ríkisvernd: þ. e., með því
að setja þá á föst laun hjá
ríkinu. I staðinn bjóðast þeir
til að afhenda málverk sín rík-
inu, er síðan byggi söfn yfir
þau. Þessi uppástunga á ekki
meiri rétt á sér heldur en ef
stungið væri upp á, að við
reyndum að halda lífi í fuglin-
um dúdú í dýragarði.
Sannleikurinn er sá, að það
er meira en ímyndun, að margt
sé líkt með listasafni og dýra-
garði; þau eru bæði staðir, þar
sem sjaldgæf og sérkennileg
sýnishorn eru geymd á kostnað
hins opinbera.
Og því ekki að setja lista-
manninn sjálfan í dýragarð, ef
við viljum vera sjálfum okkur
samkvæm; láta hann fá þægi-
legt búr með norðanbirtu, og
láta hann framleiða þar úrelt
listaverk, sem síðan yrðu hengd
upp í eins konar fiskabúrum í
húsi við hliðina?
Starf nútímamálara er gagns-
laust. Við getum ekki vakið
glæsta fortíð aftur til lífsins
með því að setja listamennina
á föst laun.
Hvaða gagnlegum tilgangi
mundi það þjóna, ef við tækjum
upp á því að styrkja listamenn-
ina, svo þeir gætu málað mynd-
ir til að hengja upp í söfnum?
Ef við komum í eitthvert
listasafn og virðum fyrir okkur
fólkið í kringum okkur — þess-
ar dapurlegu, leiðu mannverur,
sem ganga varkárum skrefum
um gljáfægð gólf, sveima eins
og máttlitlar býflugur milli
fölnandi blóma — getum við
þá trúað því, að eitthvað merki-
legt sé að ske í lífi þess?
Fréttamyndir frá opnun mál-
verkasýningar, sem nýlega var