Úrval - 01.06.1948, Blaðsíða 115
SJÁLFSÆVISAGA MANNSINS
113-
sérstæðir og einkennandi fyrir
þá. Það má líkja borgunum í
Egyptalandi og Mesópótamíu
um þetta leyti við pýramída —
neðst var breiður grunnur þræl-
anna, næst fyrir ofan þá voru
bændurnir, þá iðnaðarmennirn-
ir og kaupmennirnir. þar fyrir
ofan aðallinn og prestarnir, og
loks konungurinn efst uppi.
Gríska borgríkið var líkara
tveim múrsteinum, þar sem öðr-
um er hlaðið ofan á hinn. Efri
hvelfingin voru ,,borgararnir“,
sem voru afkomendur f ornu inn-
rásarmannanna; neðri helming-
urinn voru bændur og þrælar.
Borgararnir hugsuðu aðallega
um stjórnmái og styrjaldir. Þar
sem þeir voru afkomendur her-
manna, töldu þeir „vinnu“ sér
ósamboðna. Þeir álitu það sjálf-
sagt, að bændurnir og þrælarnir
sæju þeim fyrir öllum líkams-
þurftum. En þar sem borgararn-
jr voru álíka fjölmennir og
þrælarnir, gátu þeir ekki lifað
í sama munaði og harðstjórar
Austurlanda. Samt sem áður
voru þeir yfirstétt, en innan
þessarar yfirstéttar ríkti jöfn-
uður að mestu.
O
Tilvera hinna stóru, en yfir-
leitt efnalitlu borgarastéttar í
grísku borgríkjunum, hefur
mikla þýðingu fyrir sögu mína.
Þar sem borgararnir voru ekki
auðugir, voru þeir einatt óá-
nægðir; þeir voru að því leyti
ólíkir aðals- og prestastéttum
Austurlandaborganna og höfðu
áhuga á nýbreytni og nýjungum.
Þar sem þeir voru einnig f jöl-
mennir, var heldur ekki óeðli-
legt, að á meðal þeirra kæmu
fram gáfaðir einstaklingar. Þeir
sinntu engum ákveðnum störf-
um, og gátu því eytt tímanum
á margan hátt. Þannig gátu
grískir borgarar skapað list,
líkamsmenningu og heimspeki.
Mörg vitleysan hefur verið
skrifuð um Grikki, og ekki sízt
um Persastríðið. Enn segja
menn í fullri alvöru: „Grikkir
björguðu siðmenningunni með
því að sigra Persa.“
I augum gáfaðra Egypta og
Babyloníumanna hefði slík full-
yrðing auðvitað verið hlægileg.
Menningin átti upptök sín í
Egyptalandi og í Babylon, og
hún hafði verið þar við lýði
í 2000 ár ■— án afskipta Persa
eða Grikkja.
Og hvers konar þjóð voru
Persar, sem urðu að bíða ósigur
svo að menningunni yrði bjarg-
að? Þeir voru álíka gáfuð þjóð