Úrval - 01.06.1948, Blaðsíða 45
ÁSTALlF HVALSINS
43
þeirra, en árangurslaust. Skipið
mjakaðist stöðugt nær hinum
hálfsofandi elskendum og skut-
ullinn gróf sig inn í síðuna á
tarfinum. Hálfri stundu síðar
var kýrin líka drepin, því að
hún vildi ekki yfirgefa maka
sinn.
Ég hygg, að ég sé eini nátt-
úrufræðingurinn, sem hef verið
viðstaddur fæðingu hvalsunga.
Dag nokkurn var komið með
stóra langreiði í land á stöðina,
og var hún sýnilega komin langt
á leið. Skipstjórinn sagði mér,
að hann hefði drepið hana rétt
við land, þar sem hún hafi senni-
lega verið að leita að kyrru lóni
til að gjóta í. Vírar voru festir
um sporðinn á henni, og um leið
og gufuvindan lyfti sextíu lesta
þungum skrokknum upp úr
sjónum, fæddist unginn fyrir
augum okkar. Hann var tæpa
sjö metra á lengd og vóg um 15
lestir, en móðirin var 20
metrar á lengd. Ástæðan til
þess að hvalirnir fæða svona
tiltölulega stóra unga er auð-
vitað sú, að þungans gætir ekki
í sjónum.
Mjólkin lak úr spenunum á
kúnni, og ég mjólkaði mér í
könnu. Bragðið var ekki gott,
en mjólkin var orðin svo blönd-
uð rotnunarlofti, að ekki var
mikið eftir af hinu upprunalega
bragði.
Bókstaflega ekkert var vitað
um æxlunarhætti hvalanna og
byrjaði ég strax að kynna mér
þá. Legið í tuttugu og fimm
metra steypireyði er eins stórt
og hjónarúm, en erfitt er að ná
í fóstur.
Með því að skrá stærð
hvers fósturs, sem fannst, og
fundardag, varð mér brátt Ijóst
að ekki er um að ræða neinn
ákveðinn burðartíma hjá hvöl-
unum, þó að „vorkætin“ virðist
hafa nokkur áhrif á ástalíf
þeirra.
Við vitum ekki og getum
sennilega aldrei vitað, hvort
hvalirnir eru staðfastir eða f jöl-
lyndir í ástum. En þegar þess
er gætt, að hið frjálsa haf er
heimkynni þeirra, er það tilgáta
mín, að frjálsar ástir séu hið
ríkjandi skipulag. Samt búa í
hinum stóru hjörtum þeirra (á
stærð við stóran peningaskáp)
blíðar tilfinningar — að
rninnsta kosti móðurást, sem ég
hef oft verið vitni að.
Ekki er enn vitað, hve lengi
ungarnir sjúga mæður sínar.
Spenarnir eru sinnhvorum megin
við sköpin og aðeins um fimm
e*