Úrval - 01.06.1948, Blaðsíða 90
S8
XÍRVAL
burtfiutning að ræða, en helzta
ástæða burtfiutnings er offjölg-
un. Forfeðrum mínum fjölgaði
ört og þeir dreifðust víðar og
víðar um skógana. En þar kom,
að skóginn þraut og þeir voru
staddir í skógarjaðrinum, þar
sem tók við kjarr og graslendi.
Þar sem svo háttaði til, dvöldu
forfeður mínir á jörðinni á
daginn, en uppi í trjánum á nótt-
unni. Að lokum skeði það, sem
óumflýjanlegt var. Einhver hóp-
ur reikaði of langt í burtu, og
þ>egar tók að skyggja, varð hann
að horfast í augu við þá stað-
reynd, að verða að hafazt við
niðri á jörðinni næturlangt.
Þetta var í fyrsta skipti, sem
slíkt hafði komið fyrir. Skóg-
arbúarnir voluðu af ótta, en
fylgdu þó eðlishvöt sinni og
klifruðu upp á kletta eða tróðu
sér inn í runna. Þeir urðu enn
skelkaðri, þegar myrkrið skall
á fyrir alvöru. Ef til vill urðu
þeir úlfunum að bráð um nótt-
ina, ef til vill sluppu þeir heil-
ir á húfi.
En það, sem hafði komið fyr-
ir einu sinni, gat komið fyrir
aftur. Skógarbúarnir fóru nú
að þekkja jörðina betur og hóp-
ar þeirra reikuðu æ lengra burt
frá skóginum. Þeir lærðu margt
af reynslunni, þótt hægt færi:
að tígrisdýrið gat ekki fremur
klifið háan klett en tré, og að
jafnvel lágvaxinn þyrnirunni
var góð vörn gegn ljóni. Við vit-
um að minnsta kosti með vissu,
að þeir yfirgáfu loks trén að
fullu og öllu og dvöldu upp frá
því niðri á jörðinni, jafnt um
nætur sem daga.
O
Enda þótt það tæki forfeður
mína margar aldir að flytja sig
úr trjánum niður á jörðina, var
það engu að síður mikill hættu-
tími. Spurningin, sem öll fram-
tíðin valt á, var þessi: Myndu
skógarbúamir fara að ganga á
fjórum fótum eða á tveim, eins
og þeir höf ðu vanizt í trjánum ?
Bavianaparnir yfirgáfu einn-
ig trén, en þeir fóru að ganga
á • fjórum fótum, þegar þeir
komu niður á jörðina. Þeir
sömdu sig að siðum ferfætlinga
og eru nú ekki ósvipaðir hund-
um. Þeir hafa sterka kjálka og
hvassar tennur, en heilabúið er
lítið. Þar sem þeir nota hend-
urnar til gangs, geta þeir tæp-
lega notað þær til annars.
En forfeður mínir beittu fót-
unum æ meira til gangs og
höfðu því hendurnar frjálsar.
En þó að ég stæri mig af hönd-