Úrval - 01.06.1948, Blaðsíða 27
Saga mannsins á jörðinni hefur verið sífellt
kapphlaup milli fólksfjölgunar og fæðu-
öflunar. Er fæðuöflunin nú að
dragast aftur úr?
Of margt fólk.
Grein úr „Harper’s Magazine“,
eftir C. Lester Walker.
EIM merkjum fjölgar, sem
benda til þess, að fólksf jölg-
unarvandamálið verði eitt af
brýnustu úrlausnarefnum ná-
innar framtíðar. I skýrslu um
fólksfjöldann í heiminum, sem
bandaríska utanríkisráðuneytið
gaf út í fyrra, segir: „Þrátt
fyrir nýgengnar plágur af
völdum náttúrunnar og mann-
anna sjálfra, hefur fólkinu
í heiminum fjölgað um 17 mil-
jónir síðasta áratuginn". Og í
ágúst í fyrra tilkynnti Matvæla-
og landbúnaðarstofnun sam-
einuðu þjóðanna (FAO), að ekki
nægði að koma matvælafram-
leiðslunni í heiminum í sama
horf og fyrir stríð vegna stöð-
ugrar fólksfjölgunar.
Fólksfjöldinn í heiminum er
nú tveir og einn fjórði miljarð-
ur. Eftir 25 ár verður hann
orðinn hálfum miljar'ð meiri. í
Evrópu eru nú að minnsta kosti
21 miljón fleira fólk en fyrir
stríð. I Japan, sem telur þrettán
sinnum fleiri íbúa á hvern fer-
kílómetra en Bandaríkin, fjölg-
ar fólkinu um eina miljón á ári.
Á Java, sem er eitt af þétt-
býlustu löndum jarðarinnar, eru
320 íbúar á hverjum ferkíló-
metra (í Bandaríkjunum 18) og
eftir 30 ár verða þeir 560.
Sérfræðingar telja, að ef
fólksfjölgunin verður sú sama
næstu áratugi, þá muni mann-
kynið vera orðið tvöfalt fleira
en það er nú eftir 90 ár. Er það
of margt fólk? Út af fyrir sig
ekki — e/ jörðin getur alið pað.
Við skulum athuga, hverja
möguleika matvælaframleiðslan
hefur til að vinna kapphlaupið
við fólksfjölgunina.
Landafræðingar segja, að á
jörðinni séu fjórir miljarðar
ekra af ræktuðu landi. En til
þess að maðurinn geti fætt sig