Úrval - 01.06.1948, Blaðsíða 132
/7
Fróðleiksmolar.
Úr „Science News Letter.“
Flest spendýr nema maðurinn
og sumar apategundir virðast vera
litblind. • Smjörbragðið af smjör-
líki fæst úr mjólk, sem sýrð hef-
ur verið með mjólkursýrugerlum,
sömu tegundar og þeim, sem gefa
smjörinu hið sérkennilega bragð
þess. ® Hraði ljóssins er 18 milj-
ón km. á mínútu. Það sem stjörnu-
fræðingamir kalla ljósár, er sú
vegalengd, sem ljósið fer á einu
ári, en hún er um 10 000 000 000-
000 km. ® Býflugnaræktendur
verða smám saman ónæmir fyrir
eiturstungum býflugnanna. • TJr-
aníum, sem nú er talið dýrmæt-
ast allra efna (notað til kjarn-
orkuframleiðslu), var til skamms
tíma lítils metið og aðallega not-
að til að lita gler. • Kottur eiga
að jafnaði tíu unga í einu og geta
fætt allt að sex sinnum á ári. •
Sykurreyrinn er fjölær grasteg-
und; á leggjunum eru liðir líkt og
á bambus og hvern bút milli
tveggja liða má gróðursetja sem
stikling. ® Karlmenn notuðu stál-
flibba á landnámsárunum í Ame-
ríku. Þeir voru emailleraðir hvítir
og hreinsaðir með því að strjúka
af þeim með votri tusku. • Tala
sjúkiinga, sem teknir eru á geð-
veikrahæli i Bandaríkjunum, er á-
líka há og tala nýrra háskóla-
nemenda. • Hæna étur um 40
kg. á ári, hvort sem hún verpir
eða ekki. ® Mölflugan verpir
jafnt sumar sem vetur, en eggin
eru lengur að klekjast þegar kalt
er. • Sumir garðyrkjumenn telja
heppilegt að bera útlendan áburð
á slétta, hallalausa grasbletti áð-
ur en snjóa leysir á vorin; þá
muni áburðarefnin berast með þey-
vatninu niður i jarðveginn og vera
tilbúin til hagnýtingar, undir eins
og grasið byrjar að vaxa. • Var-
ast ber að nota vatn til að slökkva
eld í kringum rafmagnstæki áð-
ur en straumurinn hefur verið tek-
inn af. ® Fúi í trjávið er alltaf
og eingöngu af völdum sveppa
eða baktería. • Hitastig loftsins
lækkar jafnt og þétt allt upp í
20 þúsund metra hæð; eftir það
helzt hitinn nokkurnveginn jafn
upp í 60 þúsund metra hæð, þá
tekur hann að hækka nokkuð, en
byrjar svo aftur að lækka, þegar
dregur enn ofar. • Ameríkumenn
nota mikið dósamat. Talið er, að
meðalfjölskylda opni að jafnaði
500 dósir á ári. • Efnið, sem not-
að er til að gefa gerviperlum eðli-
legan perlugljáa, er unnið úr síld-
Framhald á 3. kápusíðu.
vs -------------- ----------------------------------------------- ■ ----------------- V
STEINDÓRSPRENT H.F.