Úrval - 01.06.1948, Blaðsíða 35
Til athugunar fyrir áhugaraenn
am garðrœkt:
Rœktun við rafmagnsljós.
Grein úr „Magazine Digest“,
eftir Dyson Carter.
TVTÚ er loks með góðu móti
1 ™ hægt að rækta jurtir án sól-
arljóss. Það má gera án mikils
tilkostnaðar jafnt sumar sem
vetur, hvort heldur í tómstund-
um sér til skemmtunar í kjall-
arahorni eða í stórum stíl í at-
vinnuskyni.
Árum saman hafa áhugamenn
og lærðir garðyrkjumenn leit-
að að ódýrri aðferð til ræktun-
ar, sem væri óháð sól og regni
og veðurfari yfirleitt. Vísinda-
menn við tilraunastöð landbún-
aðarráðuneytis Bandaríkjanna
hafa nú leyst þenna vanda á
furðulega einfaldan og ódýran
hátt.
Af því að sólarlaus ræktun
hefur fleiri en eitt sérkenni,
skulum við athuga þau hvert
fyrir sig. Merkast þeirra er að-
ferðin við lýsinguna.
Auðvitað verða jurtirnar að
fá gnægð geislaorku til að geta
vaxið. Rafmagnsljós hefur oft
verið notað í gróðurhúsum til
viðbótar við dagsljósið til þess
að örva vöxtinn. Með því að
nota dýra Ijósalampa, hafa vís-
indamenn getað ræktað jurtir án
þess að nota nokkurt sólarljós.
En árangurinn var aldrei góð-
ur. Tækin voru dýr og rafmagns-
eyðslan mikil.
Það fyrsta, sem vísindamenn-
irnir gerðu, var að reyna fluore-
scentlampana, sem riðja sér nú
mjög til rúms vegna þess, að
þeir gefa meiri birtu með sömu
rafmagnseyðslu en venjulegar
Ijósaperur.
Þessir lampar eru til í mörg-
um litum og hefði verið rökrétt
að reyna bláa litinn fyrst, til
þess að jurtirnar fengju nóg af
útf jólubláum geislum. En sann-
ir vísindamenn vita, að rökin
eru ekki einhlít. Vísindamenn-
irnir við tilraunastöðina ákváðu
að reyna alla liti litrófsins, og
leiddi það til óvæntrar niður-
stöðu.
Þegar þeir notuðu fluorescent-