Úrval - 01.06.1948, Blaðsíða 116
114
ÚRVAL
og Grikkir, en að mörgu leyti
miklu aðdáunarverðari. Þeir
höfðu gert réttlæti og persónu-
legan heiðarleik að trúarbrögð-
um. Mesta óhamingja Persa var
ekki ósigurinn fyrir Grikkjum,
heldur hitt, að þeir létu Grikki
rita sögu stríðsins, síðari kyn-
slóðum til arfleifðar.
Grikkir unnu stríðið, og enda
þótt þeir ,,björguðu“ ekki sið-
menningunni með því, þá fengu
þeir að minnsta kosti tækifæri
til að endurbæta hana. Gerðu
þeir það?
Ég, maðurinn, ætti fyrst að
athuga, hvort Grikkir hafa unn-
ið nokkra mikilsverða sigra, er
miðuðu að því, að styrkja að-
stöðu mína í heiminum. 1 raun
og veru gerðu þeir það ekki.
Þeir fundu ekki upp neitt undra-
áhald á borð við bogann, og
jarðræktin tók engum framför-
um hjá þeim. Grikkir voru tæp-
lega jafningjar annarra forn-
þjóða, nema í hernaði og sigl-
ingum.
En í fræðimennsku voru af-
rek þeirra meiri. Enda þótt það
kunni að vera ímyndun, er
hægt að setja þessa andlegu
þróun í samband við þær venjur
borgaranna, að safnast saman
á torgum og tala. Fyrir og eftir
Persastríðið fjölmenntu borg-
ararnir á torgið í Aþenu og á
torg fjölda annarra borga, og
töluðu og töluðu. Mest af þessu
tali hefur vafalaust snúizt um
algeng umræðuefni — mat og
drykk, kynferðismál, uppskeru-
horfur, veðrið, verðlagið, stríð-
ið, stjórnmálin, slúðursögur og
hneyksli.
En það er áreiðanlega sam-
band milli máls og hugsunar.
Alveg eins og stöðug hugsun
skapar venjulega eitthvert
tungumál, þannig er líklegt að
stöðugt tal veki hugsanir öðru
hverju. Á grísku torgunum var
ekki alltaf rætt um líðandi stund,
Það var ef til vill talað um fyrir-
myndarborgina, eða eitthvað ó-
hlutlægt eins og rúm, tölu,
hreyfingu, eða jafnvel um hugs-
unina sjálfa.
Með umræðum og með því að
teikna skýringarmyndir, sköp-
uðu Grikkir flatarmálsfræðina.
En þeim varð þó mest ágengt
í eðlisfræðinni; þeir fundu með-
al annars lögmál trissunnar.
Veikleiki Grikkja virðist hafa
verið sá, að hugarflug þeirra
var of mikið. Þeir töluöu um
frumefni og atóm, en margir,
þeirra töldu vatnið vera frum-
efni, og engum þeirra tókst að