Úrval - 01.06.1948, Blaðsíða 112
110
■CRVAL
lélegur. KvikfjáiTækt og akur-
yrkja áttu heldur ekki vel sam-
an, og enginn kopar fannst þar
í jörðu.
Þannig voru sum þorp sífellt
að stækka og verða margbreyti-
legri, af því að fjölskyldur leir-
kerasmiðsins, járnsmiðsins og
kaupmannsins bjuggu þar. Þeg-
ar þau voru orðin framleiðslu-
og verzlunarmiðstöðvar, þótt
ekki væri nema í smáum stíl,
er kominn tími til að nefna þau
nýju nafni — borgir.
O
Næsti þáttur gerist um 4000
árum f. Kr. Það var tímabil
hnignandi þorpa og vaxandi
borga.
Þetta tímabil vaxandi borga
gæti kallast öld mikillar ný-
sköpunar, ef tvær félagslegar
nýjungar, sem þá koma fram,
hefðu ekki orðið fyrir álits-
hnekki á síðustu tímum. Þessar
nýungar voru: í fyrsta lagi —
ánauðin; í öðrulagi — landvinn-
ingarnir.
Ég nota orðið ánauð til þess
að lýsa kerfinu, sem spratt upp
jafnskjótt og hið forna lýðræði
þorpsbúanna tók að víkja fyrir
einvaldsstjómum borganna.
Ánauð eða þrælahald var grund-
völlur menningarinnar í 5000
ár. í margbrotnu lífi fornborg-
anna, var ánauðin einn þýðing-
armesti þátturinn. Spekingar og
spámenn gerðu stundum tilraun
til að draga úr skelfingum henn-
ar, en þeir efuðust ekki um, að
hún væri óhjákvæmileg.
Ánauð komst á allsstaðar þar,
sem borgir risu upp. Herfangar
kunna að hafa verið fyrstu þræl-
arnir, því að í Mesópótamíu er
til fornt orð yfir þræl, sem þýð-
ir sama sem herfangi. Frum-
stætt landamærafólk var líka
oft hneppt í ánauð, og vora þá
stundum farnir skipulagðir leið-
angrar, til þess að afla þræla.
Þannig varð þrælaöflunin ein
helzta orsökin tii hernaðar, og
þrælasala varð að atvinnugrein.
Því fleiri þrælar, sem fluttir
voru inn í landið, þeim mun
erfiðari varð bændunum sam-
keppnin og hlutskipti þeirra
lakara. Til þess að börnin yrou
ekki hungurmorða, tóku foreldr-
arnir það ráð, að selja þau í á-
nauð.
Önnur mesta félagsleg nýjung
þessarar aldar (ef ekki er rétt-
ara að nefna hana „ófélagslega*1
heldur en ,,félagslega“) var
fullkomnun landvinningatækn-
innar. Hún er sennilega yngri
en ánauðin, því að landvinning-