Úrval - 01.06.1948, Blaðsíða 39
Höfundurinn var héraðslæknir í
nyrztu sveit Grænlands.
Lœknir í Thule.
Úr bókinni „Eskimo Doctor“,
eftir Aage Gilberg.
T^FTIR dvöl mína í Thule ber
ég mikla virðingu fyrir Eski-
móum. Það eru miljónir manna
á lægra þroska- og siðmenning-
arstigi en þessi dugmikli, ágæti
þjóðflokkur, sem lifa mundi
hamingjusömu lífi, ef ekki væru
berklarnir, er nú herja meðal
þeirra meira en nokkur annar
sjúkdómur.
En þjáist þetta fólk ekki af
vítamínskorti ? mun einhver
spyrja. Við höfum oft lesið og
heyrt um, hvernig fyrstu heim-
skautafararnir veiktust af
skyrbjúg vegna skorts á C-víta-
míni, sem er í nýjum ávöxtum,
grænmeti, mjólk og svipuðum
matvælum, er fljótt gengu til
þurrðar eða skemmdust. Nú vita
allir, að einn bezti C-vítamín-
gjafinn er sítrónan, og eftir að
menn fóru að taka með sér sít-
rónur og vítamíntöflur í heim-
skautaleiðangra, hefur ekki
borið á skyrbjúg. En Eskimó-
arnir í Thule fá ekki sítrónur og
þeir bragða varla nokkurntíma
kartöflur, gulrætur eða annað
grænmeti og samkvæmt nútíma-
kenningum læknavísindanna
ættu þeir því ekki að fá mikið
C-vítamín.
Þetta var spurning, sem ég
hafði mjög mikinn áhuga á að
fá svar við. Ég hef rannsakað
alla íbúa héraðsins vandlega
með tilliti til C-vítamínskorts,
en hef aðeins fundið tvo með
skyrbjúgseinkennum — en það
var danskj héraðsstjórinn og
kona hans. Eskimóarnir fengu
nóg C-vítamín, meira en dansk-
ur almenningur. En hvaðan
fengu þeir það?
Sumir eru þeirrar skoðunar,
að Grænlendingar fullnægi víta-
mínþörf sinni með því að borða
þang; en Norður-Grænlendingar
borða aldrei þang. Þeir lifa að
heita má eingöngu á hinu ágæta
kjötmeti sínu. Ég gerði ítarleg-
ar C-vítamínrannsóknir á ýms-
um kjöttegundum og komst að