Úrval - 01.06.1948, Blaðsíða 89
SJÁLFSÆVISAGA MANNSINS
8 r
apa, heldur og um íkorna og
bjarndýr.
Athugum skilningarvitin.
Þreifiskynjunin virðist vera
frumstæðust, og finnst jafnvel
hjá dýrum, sem hvorki geta
heyrt né séð. Hvað mig snertir,
er þreifiskynjunin grundvallar-
skilningarvitið. Forfeður mínir
þurftu líka mjög á þefskynjun-
inni að halda, en hún er nátengd
bragðskynjuninni og þýðingar-
mikil í leit að æti. En þefskynj-
unin kom ekki að fullkomnu
gagni, nema rétt niður við jörð-
ina; þá varheyrninbetri,aðekki
sé talað um sjónina, en henni
var það að þakka, að skógarbú-
arnir gátu sveiflað sér grein af
grein, án þess að fatazt. Fyrir
veru sem hefst við í skógar-
trjám, er því sjónin þýðingar-
mesta skilningarvitið, þá heyrn-
in og loks þefskynjunin.
Með því að forfeður mínir
reiddu sig svo mjög á sjónina,
vöndust þeir á að athafna sig
á daginn. Þeir urðu jafnvel um
of háðir dagsbirtunni. Ég, mað-
urinn, hef líka lagað mig eftir
þeim í þessu efni.
Að kasta einhverju í ákveðið
mark — þ. e. að hæfa eitthvað,
án þess að það sé aðeins reiði-
tákn — er sérstakur hæfileiki,
sem ég er gæddur, og kemur
hann mér að miklum notum. Fá
dýr eru gædd þessum hæfileika.
Þessi hæfileiki virðist standa í
sambandi við skógartré, því að
allt, sem losnar af trjánum, fell-
ur til jarðar. Mörg skógardýr,
jafnvel íkornar, gera sér að leik
að láta börk eða annað smáveg-
is falla ofan á dýr, sem er fyrir
neðan tréð. Að sjálfsögðu er
þetta ekki samskonar athöfn og
að kasta einhverju. En þetta
virðist þó vera upphafið.
O
Enda þótt forfeður mínir
væru vel fallnir til að lifa í
trjánum, gátu þeir ekki verið
þar stöðugt. Þeir urðu að
koma niður á jörðina til að
slökkva þorsta sinn í tjörn eða
á. Þegar þeir voru komnir nið-
ur á jörðina, hafa þeir að öllum
líkindum reikað dálítið um að
gamni sínu og hafa þá sennilega
rekizt á eitthvert æti.
Þá er ég kominn að þýðingar-
miklu atriði í frásögu minni —
för forfeðra minna úr trjánum
niður á jörðina. Það eru til
margar kenningar um þetta til-
tæki, en eins og oft og einatt í
sögu minni, getur skýringin
verið afar einföld. í rauninni
var hér aðeins um einskonar