Úrval - 01.06.1948, Blaðsíða 47
TAKTU UPP FARANGUR ÞINN OG NJÖTTU LlFSINS!
45
arnir og vikurnar — og árin.
Hvers vegna að fresta öllu
þessu smávægilega, sem þig
dreymir um að gera? Blóm á
borðinu í litlu íbúðarkytrunni
eru alveg eins yndisleg og þau
mundu vera í húsinu, sem þú
ætlar að byggja. Þú hefur ekki
eins mikinn tíma aflögu til lest-
urs nú eins og seinna, þegar
börnin fara að ganga í skóla,
en þú getur þó lesið í stundar-
fjórðung öðru hverju, ef þú
notar tímann vel.
Lífið í Englandi er áreiðan-
lega ekki eðlilegt um þessar
mundir. Maður gæti búizt við,
að Englendingar biðu átekta,
unz líf þeirra væri komið í eðli-
legt horf. En á dögunum las ég
bréf frá konu einni í London, og
hún skrifaði: „Maður getur ekki
vanrækt smáatriðin, sem gera
lífið skemmtilegra, jafnvel þótt
tímarnir séu eins og þeir eru nú.
Svo mörgu hefur orðið að
fresta að við erum yfirleitt hætt
að gera áætlanir, en njótum
hvers brots hinnar líðandi
stundar til hins ítrasta."
Ef til vill er það líka skyn-
samlegast. Það er margt, sem
hægt er að njóta þegar í stað.
í fæðingarbæ mínum var
gamall læknir, sem ávallt var
boðinn og búinn til að vitja
sjúklinga sinna, ef á hann var
kallað. Samt fór hann heim á
hverju kvöldi, setti á sig inniskó
og fór í slopp, og kom sér fyrir
við arininn með reykjarpípu og
bók, rétt eins og hann ætti allt
kvöldið fyrir sér í ró og næði.
Eitt sinn spurði ég hann:
„Hvernig stendur á því, að þú
kemur þér svona vel fyrir, þegar
þú mátt eiga von á að vera kall-
aður til sjúklings á hverri
stundu?“
Hann hló. „Ef ég færi að bíða
eftir því að fá að vera algerlega
ótruflaður, þá fengi ég aldrei
hvíldarstund. En með því að
fara svona að, get ég haft
ósvikið næði meðan það varir.“
Um leið og hann lauk við að
að segja þessi orð, fór hann að
svara í símann, sem hringdi.
Ég var vanur að gera áætlan-
ir um, hvernig ég ætlaði að búa
herbergi mitt húsgögnum í
framtíðinni. Ég átti margskon-
ar smádót í ferðatöskunni
minni, sem ég ætlaði að nota.
En ég bjó í herbergi, sem hús-
búnaður fylgdi, og daglega ósk-
aði ég þess, að ég gæti
breytt því, svo að það liti
ekki alveg eins út og önnur
leiguherbergi. Einn morgun