Úrval - 01.06.1948, Blaðsíða 53
BORÐBÆNIN
51
borða, þá höfum við ekki enn
þurft að snerta þennan silfurdal,
sem blessunin hún móðir ykkar
hefur unnið sér inn sjálf.
Hann hafði varla lokið síðasta
orðinu, þegar eiginkonan sló
hnefanum í borðið og æpti:
— Nei, nei, börnin mín, við
höfum ekki enn snert þennan
dal og þurfum ekki að gera það,
því að nú get ég líka séð fyrir
heimilinu. Sjáið þið bara hérna,
elsku börnin mín, í dag hef ég
unnið mér inn sex dali og
eignast þennan kjól að auki, og
ég hef unnið fyrir þessu á ná-
kvæmlega sama hátt og pabbi
ykkar lét mig vinna fyrir daln-
um, sem er á borðinu hjá hon-
um. Sjáið þið bara hérna! Og
svo tók hún upp pentudúk, sem
hafði legið vinstra megin við
hana á borðinu, og þá kom í ljós
samskonar rammi og eiginmað-
urinn hafði, þessi var aðeins
miklu stærri. Og undir glerinu
lágu sex gljáandi silfurdalir.
Hún benti á dalina og hélt
áfram: — Faðir ykkar elsku-
legur kom mér til að vinna fyrir
þessum peningum. Ég er honum
þakklát fyrir að kenna mér að
afla mér peninga á þann hátt,
sem honum fellur bezt. Ég varð
að vinna mér inn peninga, af því
að faðir ykkar er alltaf hræddur
um, að hann verði einn góðan
veðurdag ekki fær um að sjá
fyrir f jölskyldu sinni, og ég verð
að vera viðbúin þeim degi. Við
þökkum guði fyrir allt, sem
hann hefur gefið okkur. Amen.
*
Þegar eiginmaðurinn var skor-
inn niður úr snörunni þrem tím-
um seinna, var hann ekki orðinn
kaldur. Hann var fluttur á
slysadeild næsta sjúkrahúss,
þar sem lífgunartilraunir voru
þegar hafnar. En það var of
seint. Hann var lagður á ís, svo
að hann geymdist óskemmdur,
þar til einhver aðstandenda
hans kæmi og spyrði um hann,
því að hann var ekki með nein
skjöl í vösunum, sem gátu gefið
upplýsingar um hann.
Silfurdalnum var aldrei kast-
að í eldinn. Auðvitað ekki. Hann
var kominn í umferð strax dag-
inn eftir.
co ★ oo