Úrval - 01.06.1948, Page 53

Úrval - 01.06.1948, Page 53
BORÐBÆNIN 51 borða, þá höfum við ekki enn þurft að snerta þennan silfurdal, sem blessunin hún móðir ykkar hefur unnið sér inn sjálf. Hann hafði varla lokið síðasta orðinu, þegar eiginkonan sló hnefanum í borðið og æpti: — Nei, nei, börnin mín, við höfum ekki enn snert þennan dal og þurfum ekki að gera það, því að nú get ég líka séð fyrir heimilinu. Sjáið þið bara hérna, elsku börnin mín, í dag hef ég unnið mér inn sex dali og eignast þennan kjól að auki, og ég hef unnið fyrir þessu á ná- kvæmlega sama hátt og pabbi ykkar lét mig vinna fyrir daln- um, sem er á borðinu hjá hon- um. Sjáið þið bara hérna! Og svo tók hún upp pentudúk, sem hafði legið vinstra megin við hana á borðinu, og þá kom í ljós samskonar rammi og eiginmað- urinn hafði, þessi var aðeins miklu stærri. Og undir glerinu lágu sex gljáandi silfurdalir. Hún benti á dalina og hélt áfram: — Faðir ykkar elsku- legur kom mér til að vinna fyrir þessum peningum. Ég er honum þakklát fyrir að kenna mér að afla mér peninga á þann hátt, sem honum fellur bezt. Ég varð að vinna mér inn peninga, af því að faðir ykkar er alltaf hræddur um, að hann verði einn góðan veðurdag ekki fær um að sjá fyrir f jölskyldu sinni, og ég verð að vera viðbúin þeim degi. Við þökkum guði fyrir allt, sem hann hefur gefið okkur. Amen. * Þegar eiginmaðurinn var skor- inn niður úr snörunni þrem tím- um seinna, var hann ekki orðinn kaldur. Hann var fluttur á slysadeild næsta sjúkrahúss, þar sem lífgunartilraunir voru þegar hafnar. En það var of seint. Hann var lagður á ís, svo að hann geymdist óskemmdur, þar til einhver aðstandenda hans kæmi og spyrði um hann, því að hann var ekki með nein skjöl í vösunum, sem gátu gefið upplýsingar um hann. Silfurdalnum var aldrei kast- að í eldinn. Auðvitað ekki. Hann var kominn í umferð strax dag- inn eftir. co ★ oo
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.