Úrval - 01.06.1948, Blaðsíða 59
MÖRGÆSAEYJAN
57
,,Siðalögmálið,“svaraði Magis,
„knýr mennina, sem eru skepn-
ur, til að lifa öðruvísi en
skepnur; það setur vafalaust
bönd á þá, en það skjallar þá og
eykur sjálfsálit þeirra; og með
því að þeir eru sjálfbirgings-
legir, huglausir og fíknir í
skemmtanir, leggja þeir fúslega
á sig bönd, sem kitla hégóma-
girnd þeirra, veitir þeim öryggi
og von um framtíðarhamingju.
Það er grundvöllur alls siðgæðis
. . . En við skulum ekki blekkja
sjálfa okkur. Félagar mínir eru
að flytja á land skinnin og dúk-
ana. Hugsaðu þig um, faðir,
meðan tími er til! Það er mjög
alvarlegt mál að klæða mörgæs-
irnar. Nú er ástandið þannig, að
þegar mörgæsasteggur girnist
mörgæs, veit hann upp á hár
hvað hann girnist, og girnd hans
takmarkast af þekkingunni á
því sem hún beinist að. Þessa
stundina eru tvenn eða þrenn
gæsahjón að þjóna ást sinni á
ströndinni. Sjáðu hvað sú þjón-
usta er einföld og blátt áfram!
Enginn gefur gaum að þeim, og
sjálf virðast þau ekki vera mjög
niðursokkin. En þegar gæsin er
komin í föt, getur steggurinn
ekki gert sér eins ljósa grein
fyrir, hvað það er, sem laðar
hann. Hin óljósa löngun tekur
að sækja næringu í drauma og
ímyndanir; í fám orðum sagt,
faðir, hann kemst í kynni við
ástina og þær vitfirrtu sálar-
kvalir, sem henni fylgja. Og á
meðan eru gæsirnar sakleysis-
lega undirleitar og bíta í vörina,
rétt eins og dýrmætur fjár-
sjóður væri geymdur undir
klæðum þeirra!
Ástandið væri þó þolandi
meðan mörgæsirnar eru ó-
menntaðar og fátækar; en bíddu
í þúsund ár, og þá muntu sjá,
faðir, hve máttugt vopn þú
hefur fengið dætrum Alca í
hendur. Ég skal gefa þér nokkra
hugmynd um það fyrirfram, ef
þú vilt lofa mér það. Ég hef dá-
lítið af gömlum fötum í þessari
kistu. Við skulum taka eina af
gæsunum, sem steggirnir gefa
lítinn gaum, og klæða hana eins
vel og við getum.
Þarna kemur ein í áttina til
okkar. Hún er hvorki fallegri
né ljótari en hinar; hún er ung.
Enginn skiptir sér af henni. Hún
labbar letilega eftir ströndinni,
klórar sér á bakinu og ber fing-
urna upp að nefinu um leið og
hún gengur. Þú getur naumast
hjá því komizt, faðir, að sjá, að
hún er gildvaxin og axlamjó,