Úrval - 01.06.1948, Blaðsíða 60
58
TJRVAXi
með klunnaleg brjóst og stutta
fótleggi. Rauð hnén leggjast í
fellingar við hvert skref.
Breiðir, sinaberir fæturnir halda
sér dauðahaldi í klettana með
f jórum bognum tánum, en stóra
táin stendur út í loftið eins og
slönguhaus. Þegar hún gengur,
eru allir vöðvar hennar í notkun,
og þegar við sjáum þá að verki,
lítum við á hana sem vél til að
ganga miklu fremur en vél til að
elska, þó að sjá megi, að hún sé
hvorttveggja, og ýmislegt fleira
að auki. Æruverðugi postuli, þú
munt nú sjá, hvað ég ætla að
gera úr henni.“
Að svo mæltu stökk munkur-
inn Magis að gæsinni í þrem
stökkum, tók hana upp, bar
hana í fanginu, með hár hennar
flaksandi og fleygði henni, ör-
magna af ótta, að fótum hins
heilaga Mael.
Og meðan hún grét og sárbað
þá að gera sér ekkert mein, tók
Magis ilskó upp úr kistunni og
skipaði henni að fara í þá.
„Fætur hennar munu sýnast
minni, þegar þeir hafa verið
reyrðir með ullarböndunum,"
sagði öldungurinn. „Sólarnir,
sem eru þverhandar þykkir,
munu gera hana háfættari og
tígulegri í limaburði.“
Á meðan mörgæsin var að
binda á sig ilskóna gaut hún
forvitnum augum í áttina til
opnu kistunnar, og þegar hún
sá, að hún var full af gimstein-
um og skarti, brosti hún 1 gegn-
um tárin.
Munkurinn fléttaði hárið I
hnakka hennar og batt um það
blómsveig. Hann setti gyllt arm-
bönd um úlnliði hennar, lét hana,
standa upprétta og brá breiðuin
línborða utan um hana, fyrir
neðan brjóstin; með því móti
myndu brjóst hennar verða svip-
meiri, sagði hann, mittið
mjókka og mjaðmirnar njóta sín
betur.
Hann festi borðann með títu-
prjónum, sem hann tók út úr
sér jafnóðum.
„Þú getur strengt borðann
meira,“ sagði mörgæsin.
Þegar hann hafði sveipað
barm hennar þannig af mikilli
vandvirkni, hjúpaði hann allan
líkama hennar í rósrauðan
kyrtií, sem fylgdi mjúklega
línum líkamans.
„Fer hann vel?“ spurði mör-
gæsin.
Og hún beygði sig áfram og
lagði hökuna á öxlina og skoð-
aði klæðnað sinn af athygli.
Magis spurði hana, hvort