Úrval - 01.06.1948, Blaðsíða 105
SJÁIjFSÆVISAGA MANNSINS
103-
Um þessar mundir var hund-
urinn búinn að vera húsdýr í
mörg þúsund ár; næst komu
sauðkindur, geitur, svín og
nautgripir. Öll hin síðarnefndu
dýr höfðu verið veidd til matar
í margar aldir, áður en þau urðu
húsdýr.
Þar sem sauðkindin hefur
tekið mestum breytingum af
öllum þessum dýrum frá því að
hún var villt, er ástæða til að
ætla, að hún hafi orðið fyrsta
húsdýr mitt. Til þess að gera
okkur nokkra grein fyrir því,
sem átti sér stað, skulum við
athuga afstöðu einhvers tiltek-
ins kynflokks, um það bil 10
þúsund árum f. Kr.
Setjum svo, að þessi kyn-
flokkur hafi haft aðsetur á lág-
um fjallgarði, umkringdum
eyðimörku. Fjallabúarnir söfn-
uðu berjum og aldinum í hlíð-
unum og veiddu smávaxin dýr
og fugla. En stærsta veiðidýrið,
sem veitti þeim mesta björg í
bú, var villisauðurinn.
Smám saman lærðu þessir
menn að fara með boga og örv-
ar, og æfðust síðan í boglistinni.
Þeir drápu æ fleiri sauðkindur,
og tala þeirra sjálfra óx, því
nóg var að bíta og brenna. Og
eftir því sem fleiri sveinar uxu
úr grasi og urðu veiðimenn,
þeim mun fleiri sauðkindum
var banað. Áður en nokkurn
varði, var svo komið, að sauða-
hjörðinni tók að fækka.
Þá fór skorturinn að sverfa
að kynflokknum. Veiðimennirn-
ir komu svangir og tómhentir
heim úr leiðangrum sínum.
Mæðurnar leituðu að berjum og
jurtarótum, en slíkt hafði eng-
inn lagt sér til munns, meðan
veiðibráð var næg. Þetta hefur
áreiðanlega komið oft fyrir og
víða. Að lokum tóku veiðimenn-
imir að gerast framsýnjr.
Rosknir menn, sem höfðu lifað
slík veiðileysistímabil áður,
fóru að setja ofan í við ungling-
ana, sem drápu sauðféð, til þess
eins að sýna skotfimi sína. Það
varð að taka eitthvað annað til
bragðs. Þeir fóru að líta á úlf-
ana og pardusdýrin sem veiði-
þjófa — á sama hátt og aðrir
kynflokkar, sennilega um líkt
leyti, fóru að skoða vísundana
og önnur dýr merkurinnar sem
ágengnisseggi gagnvart „akur-
lendinu okkar.“ Veiðimennirnir
fóru því jafnframt að beina
örvum sínum að úlfunum og
pardusdýrunum.
Þegar einhver kynflokkur
sem heild var farinn að hugsa