Úrval - 01.06.1948, Page 105

Úrval - 01.06.1948, Page 105
SJÁIjFSÆVISAGA MANNSINS 103- Um þessar mundir var hund- urinn búinn að vera húsdýr í mörg þúsund ár; næst komu sauðkindur, geitur, svín og nautgripir. Öll hin síðarnefndu dýr höfðu verið veidd til matar í margar aldir, áður en þau urðu húsdýr. Þar sem sauðkindin hefur tekið mestum breytingum af öllum þessum dýrum frá því að hún var villt, er ástæða til að ætla, að hún hafi orðið fyrsta húsdýr mitt. Til þess að gera okkur nokkra grein fyrir því, sem átti sér stað, skulum við athuga afstöðu einhvers tiltek- ins kynflokks, um það bil 10 þúsund árum f. Kr. Setjum svo, að þessi kyn- flokkur hafi haft aðsetur á lág- um fjallgarði, umkringdum eyðimörku. Fjallabúarnir söfn- uðu berjum og aldinum í hlíð- unum og veiddu smávaxin dýr og fugla. En stærsta veiðidýrið, sem veitti þeim mesta björg í bú, var villisauðurinn. Smám saman lærðu þessir menn að fara með boga og örv- ar, og æfðust síðan í boglistinni. Þeir drápu æ fleiri sauðkindur, og tala þeirra sjálfra óx, því nóg var að bíta og brenna. Og eftir því sem fleiri sveinar uxu úr grasi og urðu veiðimenn, þeim mun fleiri sauðkindum var banað. Áður en nokkurn varði, var svo komið, að sauða- hjörðinni tók að fækka. Þá fór skorturinn að sverfa að kynflokknum. Veiðimennirn- ir komu svangir og tómhentir heim úr leiðangrum sínum. Mæðurnar leituðu að berjum og jurtarótum, en slíkt hafði eng- inn lagt sér til munns, meðan veiðibráð var næg. Þetta hefur áreiðanlega komið oft fyrir og víða. Að lokum tóku veiðimenn- imir að gerast framsýnjr. Rosknir menn, sem höfðu lifað slík veiðileysistímabil áður, fóru að setja ofan í við ungling- ana, sem drápu sauðféð, til þess eins að sýna skotfimi sína. Það varð að taka eitthvað annað til bragðs. Þeir fóru að líta á úlf- ana og pardusdýrin sem veiði- þjófa — á sama hátt og aðrir kynflokkar, sennilega um líkt leyti, fóru að skoða vísundana og önnur dýr merkurinnar sem ágengnisseggi gagnvart „akur- lendinu okkar.“ Veiðimennirnir fóru því jafnframt að beina örvum sínum að úlfunum og pardusdýrunum. Þegar einhver kynflokkur sem heild var farinn að hugsa
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.