Úrval - 01.06.1948, Blaðsíða 52
50
ÚRVAL
Hann benti á dalinn og sagði:
— Já, við þökkum guði fyrir
allt, sem hann hefur gefið
okkur. Við höfum satt hungur
okkar og þar sem ég er fullfær
til að sjá fjöldskyldu minni far-
borða, höfum við ekki enn þurft
að snerta þennan silfurdal sem
blessunin hún móðir ykkar hef-
ur unnið sér inn sjálf. Amen.
Konan blóðroðnaði og varð
niðurlút, en stökk síðan upp frá
borðinu og þaut út úr herberg-
inu, eins og hún væri að flýja
einhvern.
Og upp frá þessum degi var
hann vanur að hafa yfir þessa
sömu borðbæn, að afloknum
miðdegisverði.
Þetta endurtók sig 1 margar
vikur. Þegar hann að lokum
þóttist þess fullviss, að eigin-
konan hefði ekki gerzt brotleg
aftur,en haldið loforð sitt, ákvað
hann að lesa ótætis borðbænina
ekki Iengur en eina viku í við-
bót. Næsta sunnudag ætlaði
hann að láta lesturinn falla
niður, brjóta rammann, taka
silfurdalinn og kasta honum í
eldinn, svo að hann eyðilegðist
að fullu og öllu.
Laugardaginn fyrir þenna
markverða sunnudag, sem hann
ætlaði að halda hátíðlegan með
kalkúnsteik og víni, er hann
hafði keypt, settist konan við
borðið í nýjmn, fallegum kjól.
Undanfarnar vikur hafði
hann umgengizt konu sína á
nákvæmlega sama hátt og áður,
eins og ekkert óvanalegt hefði
komið fyrir í hjúskaparlífi
þeirra. Eina áminning hans tíl
hennar vegna atburðarins, var
borðbænin. En enda þótt hann
sýndi henni engin reiðimerki í ná-
vist barnanna, hafði hann aldrei
vikið að henni vingjarnlegu
orði. En þar sem hann hafði nú
ákveðið, að hætta tiltæki sínu
frá og með morgundeginum, og
láta allt vera gleymt og grafið,
þá sagði hann brosandi, þegar
hann tók eftir fallega kjólnum:
— Þú ert í fallegum kjól,
Soffía.
— Finnst þér það? Hún
brosti jafnvel líka. En honum
fannst eitthvað uggvænlegt við
bros hennar og hann minntisf
ekki að hafa séð þenna svip
á andliti hennar fyrr.
Þegar máltíðinni var lokið,
sagði hann eins og vanalega:
— Við þökkum guði fyrir
allt, sem hann hefur gefið
okkur. Við höfum satt hungur
okkar og þar sem ég er fullfær
til að sjá fjöldskyldu minni far-