Úrval - 01.06.1948, Blaðsíða 97
SJÁLFSÆVISAGA MANNSINS
95
in og varð að holu, sem auðvelt
var að brjóta hnetur 1. Og þann-
ig var mortélið orðið tii, án þess
að mannlegur hugur reyndi að
skapa það.
En breytingar verða einnig
með þeim hætti, sem kallað er
uppfinning eða uppfinningar-
gáfa. Ég ætla að taka eitt dæmi,
um það, sem ég til fyrstu miklu
uppf inninguna; þ. e. fyrsta
hlutinn, sem varð til fyrir sköp-
unarmátt gáfaðs hugar. Enda
þótt þessi uppfinning hafi verið
gerð á steinöldinni, álít ég hana
mikið afrek, sambærilegt við
gufuvélina eða flugvélina. Hún
var fyrsta dæmið um sjálfstæð-
an smíðisgrip mannsins; það eru
litlar líkur til að hún hafi gerzt
fyrir tilviljun eða af hendingu.
Og ég fæ ekki heldur séð,
hvernig hún ætti að hafa skap-
azt við hægfara þróun öld eftir
öld. Það er ekki hægt að skýra
slíka uppgötvun með öðru en
því, að hún hafi skapazt allt í
einu í huga gáfaðs einstakl-
ings.
Kynþáttur þessa einstaklings
hefur sennilega notað spjót úr
viði, hertum í eldi, og einnig
hvassa steina fyrir sköfur og
hnífa. Þessi einstaklingur hefur
skyndilega séð í huga sér sam-
einingu þessara tveggja efna,
og jafnframt skapað nýjan hlut
undir sólinni — gæddan þunga
og biturleik steinsins og létt-
leika, lengd og styrk viðarins.
En hugmyndin ein var ekki
nóg. — Uppfinningarmaðurinn
varð að festa steininn í spjót-
skaftið með einhverju móti, og
það gat heldur ekki skeð með
hægfara þróun um margra alda
skeið. Það er því líklegast, að
sami maðurinn hafi fundið hlut-
inn upp og smíðað hann, eða
hann hafi, með aðstoð tungu-
málsins, skýrt laghentum manni
frá hugmynd sinni, en hinn síð-
arnefndi hafi svo bundið stein-
inn á skaftið með skinnræmum.
Vera má, að sá, sem breytti hug-
myndinni í veruleika, hafi einn-
ig eignað sér uppfinninguna.
Þeim, sem líta á svo einfald-
an hlut í ljósi nútímans, kann að
virðast hann ómerkilegur. En
í honum var fólgin hugmyndin
um flóknustu vélar vorra daga,
sem eru smíðaðar með því að
fella saman hundruð og þúsund-
ir aðskildra hluta.
O
Ég, maðurinn, hef sagt þann-
ig frá matseld minni og stein-
vopnum, eins og eina gildi