Úrval - 01.06.1948, Síða 57

Úrval - 01.06.1948, Síða 57
AÐ KENNA SJÁLFUM SÉR AÐ TALA 55 reyndir, bæði með því að endur- taka þær nógu oft, og eins af því, að ég vonaði af öllu hjarta að þær væru sannar: Það var ekkert að óttast, óttinn var aðeins leifar frá bernskuárunum. Það var ekkert sem neyddi mig til að stama. Ég þurfti ekki að vera að hafa áhyggjur út af fólkinu, sem hiustaði á mig; stamið kvaldi mig meira en það. Ég tók í mig kjark, fór út á götuna og spurði fyrsta ókunna manninn, sem ég hitti, hvar sporvagninn æki. Ég endurtók svar hans, og enda þótt ég stam- aði talsvert, var þetta ein mesta gleðistund lífs míns. Eftir þetta lagði ég mig í ,,hættu“ af fúsum vilja, hvar sem ég gat komið því við. Ég bað um dagblað, í stað þess að taka það upp sjálfur af borði blaðsölumanns- ins. Ég gerði mér far um að spyrja afgreiðslufólkið í búð- unum um vörur. Ég talaði við rakara og lyftuverði. Ég fór að leika handknattleik, til þess að kynnast fleira fólki. Aðferðin heppnaðist. Stamið hvarf, jafnskjótt og óttinn. Að vísu gat það komið fyrir, að ég hnyti um orð, en það skeði æ sjaldnar. Að lokum gleymdi ég hræðsl- unni við stamið. Ég var mér þess ekki lengur meðvitandi, að ég væri að bera fram sér- hvert orð. Ég hafði sigrað. ooQ00 Misheppnuð mynd. Presturinn var að húsvitja og meðan hann var að tala við hús- freyjuna, tók hann eftir, að litla dóttirin á heimilinu var önnum kafin með griffilinn sinn og töfluna, en mældi prestinn öðru hverju með augunum. „Hvað ertu að gera, Klara mín?“ spurði presturinn. ,,Ég er að teikna mynd af þér,“ sagði Klara. Presturinn sat kyrr til að auðvelda listamanninum starfið, en stundarkorni síðar hristi Klara höfuðið óánægð. „Hún er ekki góð,“ sagði hún. „Ég ætla að setja á hana rófu og gera úr henni hund-“ ■— New Orleans Times—Picayune.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.