Úrval - 01.06.1948, Side 44

Úrval - 01.06.1948, Side 44
42 ÚRVAXj blóðinu, líkt og þegar lok er tekið af sódavatnsflösku, og er það ákaflega kvalafullt og getur verið lífshættulegt. Kafari, sem kafað hefur 100 metra niður, þarf átta klukkutíma til að venjast loftþrýstingnum ofan- sjávar; að minnsta kosti var það svo, þangað til vinur minn John Craig höfuðsmaður sýndi fram á að með því að blanda helíum saman við súrefnið handa kafar- anum, mátti stytta þennan tíma ótrúlega mikið. Það var blátt áfram óviður- kvæmilegt, hvernig ég hnýstist í einkalíf hvalanna þessa daga, sem ég var á sjónum. Ég stóð í útsýniskörfunni í formastrinu og horfði gegnum sjónauka á ástarlíf tveggja fimmtán metra langra hnúfubaka. Okkur kann að virðast ástfanginn hvaltarfur broslegur en í augum kýrinnar er hann ímynd drauma hennar um fegurð og glæsileik. Tarf- urinn, sem hér um ræðir, byrjaði með því að sýna allskonar líkamslistir, til þess ætlaðar að vekja aðdáun kýrinnar. Hann stóð á höfði með sporðinn og bakhlutann fimm metra upp úr sjónum. f fyrstu veifaði hann sporðinum hægt, en síðan hrað- ar og hraðar, unz hann hvarf í freyðandi boðaföllum og heyra mátti atganginn í mílufjarlægð. Þegar þessari sýningu var lokið, renndi hann sér fast upp að ást- mey sinni, velti sér við og strauk henni með hægra bæxi- inu. Hún lá á hliðinni og naut sýnilega blíðuláta hans. Því næst synti hann frá og hvarf i djúpið. Ég hélt hann hefði yfir- gefið hana fyrir fullt og allt, en hún lá kyrr við yfirborðið; hún vissi fullvel, að hann hafði ekki yfirgefið hana með öllu. Hann var í burtu í einar f jórar mín- útur, svo kom hann upp eins og örskot og þurrkaði sig alveg af sjónum. Það var stórkostleg sjón og ég var stoltur af honum. Hann féll aftur niður með mikl- um boðaföllum, velti sér í ótal hringi, synti upp að ástmey sinni og greip utan um hana með báðum bæxlunum. Á eftir lágu báðir hvalirnir við yfir- borð og blésu hægt og þungt, örmagna af geðshræringu. Ég fór hjá mér af að horfa á ástarlíf þeirra eins og forvitinn strákur, en skipstjórinn var aldeilis ósnortinn. Veiðihugur hans sá ekki annað en það mikla fémæti, sem fást mundi úr líkum þeirra. Ég sárbað hann um að sjá aumur á þeim og þyrma lífi
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.