Úrval - 01.06.1948, Blaðsíða 22

Úrval - 01.06.1948, Blaðsíða 22
20 TJRVAL ið sem sýnir, að þær hafi verið skipulagðar fyrirfram. Flestar þeirra eru kastalar — eins og Corte eða Bonifacio —, sem borgir hafa vaxið í kringum, Nú eru kastalarnir auðir og yfir- gefnir, en borgirnar tóra áfram, þó að hinu upprunalega hlut- verki þeirra sé lokið. Athafnalíf dagsins hættir um tíuleytið á morgnana — eftir það sitja allir og stara fram fyrir sig, eins og þeir séu að bíða eftir byltingu, eða eftir því að áhrif deyfilyfs fjari út. En byltingin verður aldrei að veruleika. f stað þess er kast- ast á pólitískum hnútum í kaffihúsum í afskekktum f jalla- þorpum og á heimilunum, en það eru bara innantóm stóryrði, sem engin alvara er á bak við; og það vita allir. Lífið hefur far- ið framhjá eins og her, sem skil- ið hefur eftir þjónustulið, dálítið af úrgangi og lítið annað. Á kvöldin syngja piltarnir í litlu kaffihúsunum við sjóinn; þeir leika undir á gítar og radd- irnar berast út yfir ólívutrén og sjóinn, þar sem spegilmyndir stjarnanna glitra eins og silfur- blóm. Tvisvar í viku koma skip til Ajaccio frá Marseilles og Al- giers og áhuginn vaknar eins og nýr vindur. I nokkrar klukku- stundir eru göturnar fullar af fólki; tízkuklæddar negrastúlk- ur spássera um aðalgöturnar í ljósum stuttbuxum og státnar eiginkonur sveittra kaupsýslu- manna ryðjast áfram milli á- vaxtahlaðanna á markaðsgötun- um og hlassa sér niður við veit- ingaborð fyrir framan betri gistihús borgarinnar. Perlu- gluggatjöldin bærast í hliðargöt- unum og áhuginn vaknar í aug- um áhorfendanna. En eftir nokkrar klukkustundir er allt búið — gluggatjöldin falla fyr- ir aftur, og flugurnar suða yfir óhreinum götunum. Allt andar fegurð og söknuði — lífið hefur vikið fyrir dofa, baráttan fyrir þolinmæði, trúin fyrir sinnuleysi. Aðeins sólsetr- ið og sólaruppkoman gæða land- ið lífi andartak, eins og guðlegt miskunnarverk. Hunter, kunnur enskur læknaprófessor, hafði aðeins einn á- heyranda að einum fyrirlestri hjá sér. Hann bað stúdentinn að sækja beinagrindina, svo að hann gæti byrjað fyrirlesturinn, eins og venjulega, á „Góðir áheyrendur!" — Times.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.