Úrval - 01.12.1954, Side 2

Úrval - 01.12.1954, Side 2
Vorkenndu ekki sjálfum þér! Framhald af 3. kápusíðu. sagði hann brosandi, „ætla ég að vita hvort ég get ekki byggt hús.“ Hann er nú í hópi fremstu húsa- meistara Bretlands. 1 fæðingarbæ mínum í Skot- landi lifði til skamms tima gömul kona. Þegar hún var 26 ára, lézt maður hennar af slysförum og hún stóð ein allslaus uppi með fimm unga drengi. En hún lagði ekki árar í bát og með óbilandi þrautseigju og dugnaði tókst henni að koma öllum drengjun- um til mennta og naut þeirrar ánægju að sjá þá alla verða að nýtum mönnum. Þegar ég spurði gömlu konuna — sem raunar var amma mín — hvemig í ósköpun- um hún hefði getað klofið þetta, sagði hún blátt áfram og án nokkurs stolts: „Ég var aldrei neitt gefin fyrir að horfa í gaupn- ir mér og vorkenna sjálfri mér.“ Ég gæti nefnt fjölmörg fleiri dæmi um menn og konur, sem létu ekki leiðast til sjálfsmeð- aumkunar þótt lífið færi um þau hörðum höndum. Flestir hafa •. heyrt um Helen Keller, sem þrátt fyrir blindu og heyrnarleysi frá blautri bernsku hefur hlotið heimsfrægð sem rithöfundur og fyrirlesari. öll þekkjum við dæmi úr nánasta umhverfi okkar um fólk, sem staðið hefur af sér storma, er virtust hverjum manni ofraun. í hinu forna, gríska spakmæli: „Eins og maðurinn hugsar, þann- ig er hann“ er fólginn kjarni málsins. Það er svo auðvelt að hugsa skakkt, ekki aðeins þegar mikinn vanda ber að höndum, heldur einnig í smámunum dag- legs lífs. Hugsanir okkar búa yfir mætti til sköpunar og tortímingar; þær eru eins og hverfisteinn, sem hægt er að hvessa á vopn til að vega sjálfan sig eða verkfæri til að byggja sér bústað gleði og friðar. Sjálfsmeðaumkunin er slíkt vopn. Getur nokkur efast um hvort sé farsælla að hvessa það vopn eða virkja hugann í þágu uppbygg- ingar? Og ef við þrátt fyrir það finnum, að hætta er á að sjálfs- meðaumkunin nái tökum á okkur, þá minnumst Victors gamla Hugo uppi á klettinum á útlegðareyju sinn, þegar hann varpaði stein- völum sjálfsvorkunnseminnar fyr- ir björg. Má mikið vera, ef við finnum ekki í þeirri táknrænu athöfn styrk til að hrista af okkur slenið og horfast í augu við vandann. Þýöendur þessa heftis eru (auk ritstjórans): Erlingur Halldórsson (E. H.), Óskar Bergsson (Ó. B.), Sigurbjörn Einarsson (S. E.) og Stefán Jónsson (St. J.). ÚBVAL — tímarit. — Kemur út 8 sinnum á ári. Ritstjóri: Gísli Ólafsson, Leifsgötu 16, Reykjavik. Sími 4954. Afgreiðsla Tjamargötu 4. Askriftarverð 70 krónur. tJtgefandi: Steindórsprent h.f.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.