Úrval - 01.12.1954, Síða 8
6
ÚRVAL
í fyrsta skipti lex talionis, kröf-
unni um að glæpsins sé hefnt,
en hún var síðar orðuð svo á
biblíuvísu: „auga fyrir auga og
tönn fyrir tönn“. Afbrotamenn
voru álitnir „skepnur“ og með-
höndlaðir eftir því. Frá elztu
tímum var pyndingum beitt,
ekki aðeins til að knýja fram
játningu, heldur líka í refsing-
arskyni. Aristóteles, hinn mikli
gríski heimspekingur, aðhylltist
pyndingu; hún var mjög svo
tíðkuð í löggjöf Rómverja, sem
síðar varð undirrót hinna
grimmúðlegu lagasetninga á
miðöldum á ítalíu og Spáni, í
Frakklandi og Þýzkalandi. Þó
að pynding væri ekki, sam-
kvæmt almennum lögum, leyfi-
leg á Englandi, var hún viðhöfð,
sem konunglegur einkaréttur, á
dögum Stúartanna og Túdor-
anna.
Dauðadæmdir menn voru af-
lífaðir á hinn hroðalegasta hátt.
Þeir voru krossfestir, grýttir,
kviksettir, sundurslitnir af óð-
um hestum, varpað fyrir villidýr.
Síðar var dauðahegningin mann-
úðlegri og um leið fjölgaði þeim
afbrotum, sem talin voru höf-
uðsök. Árið 1789 voru, sam-
kvæmt heimildum, 350 lífláts-
glæpir í enskum lögum, en að-
eins 17 á fyrri hluta 15. aldar.
Flestir þeir glæpir, sem við
bættust eftir 1500, heyrðu undir
brot á eignarréttinum — harla
smálegir, margir hveriir.
Þessi hroðalög í Englandi
leiddu til uppreisnar gegn
dauðarefsingu á 18. öld. Kvið-
dómar sýknuðu annaðhvort hinn
ákærða eða kváðu hann sekan
um að hafa stolið 39 skilding-
um (að stela 40 skildingum var
höfuðsök), og hirtu ekkert um,
hversu mikla upphæð hann ját-
aði á sig eða hvað á hann sann-
aðist.
Ruddalegar refsingar voru
lagðar við hinum minnstu yfir-
sjónum. Algengast var að húð-
strýkja, brennimerkja eða af-
lima. Á 16. öld var betlari hýdd-
ur á Englandi við fyrsta brot;
við annað brot var eyrað skorið
af honum; þriðja brotið varðaði
lífláti. Þá varð betlurum ljóst,
að „þeir gætu hangið fyrir að
stela á rétt eins og lambi“, og
sneru sér að arðvænlegri útvegi
-— ránum.
Á tímum lénsskipulagsins
önnuðust landeigendur venju-
lega sjálfir leiguliða sína og
hjálpuðu þeim í veikindum og
eíli. Kirkjan skipulagði góðgerð-
arstarfsemi, eftir því sem við
þurfti. Þessar „alþýðutrygging-
ar“ dóu út með miðaldaskipulag-
inu, og við það skapaðist mjög
alvarlegt fátækra-vandamál.
Þessar nýju aðstæður, ásamt
með afgirðingu eignaríanda, ólu
af sér svo mikinn fjölda laus-
ingja, að yfirvöldin rubbuðu
upp fangabúðum, til að inni-
byrgja flökkumannaskarana.
Þessar fangabúðir urðu fyrsti
vísir að fangelsum nútímans.
Hið fyrsta þeirra var opnað
við St. Brides-brun í London