Úrval - 01.12.1954, Side 26

Úrval - 01.12.1954, Side 26
24 ÚRVAL heyra það nefnt á nafn. Það var nóg að allt færi í uppnám þegar þau kæmu heim. En þó að þau reyndu að vera reglu- lega hamingjusöm, þá tókst þeim það ekki. Og þó að þau flyttu frá glæsilega hótelinu nið- ur til St. Jean de Luz, og síðan til St. Sebastian. þá bætti það lítið úr skák. Það var eins og átta reiðir og strangir foreldr- ar stæðu í hring í kringum ungu hjónin og bentu ógnandi á þau með vísifingrinum. Þau voru al- veg eins og samanhlekkjaðir sakamenn, þegar þau hittust á morgnana og skildu á kvöldin. Engum gat dottið í hug að þau væru hamingjusöm, nýgift hjón. Þetta var aðallega sök piltanna, því að það er sama hvað hver segir, karlmenn eru alltaf sam- vizkusamari en kvenfólk. Og kvíði þeirra hafði áhrif á stúlk- urnar. Marysa og Júlíetta fóru að velta því fyrir sér, hvor í sínu lagi, hvort þær hefðu ekki hlaupið á sig; þær furðuðu sig á því, að þær skyldu hafa verið svona hrifnar af unnustunum á æskuárunum. Þær höfðu orð- ið fyrir vonbrigðum. Höfðu þá foreldrarnir haft rétt fyrir sér, eftir allt saman ? Auðvitað þorðu þær ekki að hvísla þessu hvor að annarri. Úr þessu varð ekki aftur snúið. En þeim varð sannleikurinn ljósari dag frá degi. Og það heimskulegasta var, að þau skyldu hafa farið saman í brúðkaupsferðina. Að hittast daglega og fá tækifæri til að gera samanburð, það var verst af öllu. Þær fór að langa heim, til þess að þær gætu tal- að við foreldrana, skýrt málið fyrir þeim, hlotið fyrirgefningu þeirra og lifað síðan í friði og ró. Þá myndi ástin sjálfsagt blómstra á nýjan leik og allt leika í lyndi. Þegar liðnar voru nærri þrjár vikur, herti Marysa upp hug- ann og stakk upp á því að þau héldu heim. Það var einkenni- legt hve þau urðu öll glöð yfir því að brúðkaupsferðinni skyldi vera lokið. Finaud átti af tilviljun leið fram hjá, þegar bifreiðin með ferðafólkinu staðnæmdist fyrir framan hús Delpuechs í Rue Grande. Hann flýtti sér eins og hann gat til ráðhússins, náði í hjónavígslubókina og settist við símann, eins og hann væri að bíða eftir símtali. Og það leið ekki heldur á löngu áður en hringt þar. „Sjálfsagt, herra Delpuech,‘c svaraði hann, „ég skal koma strax . , . Jæia, á ég að bíða svolitla stund, þangað til hinar fiölskyldurnar eru komnar? Hvaða f.iölskyldur og hvaða mál á að ræða, með leyfi að spyrja? . . . Jæia, lögmaðurinn og Del- pratsfólkið og Brunetsfjölskyld- an. Þetta er heilmargt fólk. Það hefur vonandi ekki komið fyrir neitt slys. þér eruð í svo mikilli geðshræringu. Eigum við að segja eftir hálftíma?" Hann
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.