Úrval - 01.12.1954, Qupperneq 31

Úrval - 01.12.1954, Qupperneq 31
ER ÁREYNSLA ORSÖK ALLRA SJÚKDÓMA? 29 þriðja. Til þess að prófa áhrif nýs efnis, sem hann hafði unn- ið úr kynkirtlum, dældi hann því í kvenrottur, sem eggja- kerfin höfðu verið tekin úr. Við krufningu bjóst hann við að sjá breytingar á kynfærum. En krufningin leiddi allt annað og óvænt í ljós: nýrnahetturn- ar voru bólgnar og þrefalt stærri en eðlilegt var; úræða- kerfið hafði rýrnað og úr- kynjast; maginn og meltingar- færin öll voru alsett sárum. Var eitthvert eitur í efninu, sem fór þannig með innyfli rottanna? Til þess að fá úr því skorið, dældi hann formaldehyði í eina rottu, en það er eitur. Krufningin sýndi nákvæmlega sömu sjúkdómsmynd: bólgnar nýrnahettur, magasár og skemmt úræðakerfi. Hann var bersýnilega á rangri braut í leit sinni að nýjum kvenkynsvaka. En þá flaug Selye í hug, að ef til vill gæti fleira en formald- ehyð og vakasafi hans valdið samskonar tjóni á innyflum rottanna. Hann setti rottur í búri upp á þakið á rannsóknar- stofu sinni þar sem vindar og kuldi mæddi á þeim. Þær þoldu þetta í nokkurn tíma, en að lokum komu fram sömu skemmdir í líffærum þeirra og hinna. Næst lét hann rottur í vélknúið hverfibúr þar sem þær þurftu að vera á stöðugum hlaupum. Afleiðingarnar urðu hinar sömu. Svo virtist sem hverskonar ofreynsla, sem lögð var á dýrin, framkallaði sömu sjúkdómseinkenni: bólgnar nýrnahettur, skemmt úræða- kerfi og magasár. Selye varð hugsað aftur til námsára sinna í Prag. Það sem hann sá nú var einmitt ógreind- ur sjúkdómur — ekki sjúkdóm- ur í einu líffæri, er ætti sér eina orsök. Næstum hverskonar of- reynsla virtist geta valdið hon- um. Ofreynsla — gat verið að hún væri lykillinn að leyndar- dóminum ? Ekki hafði til þessa fundizt nein viðhlýtandi skýring á því hversvegna hjartasiúkdómar eru jafntíðir og raun ber vitni, hversvegna of hár blóðþrýsting- ur hrjáir milljónir manna og hversvegna gigt og liðagigt svifta svo marga heilsu og kröftum. Gat verið að allir þess- ir sjúkdómar væru ekki annað en afleiðing ofreynslu? Gat verið, að röskun á vakaiafn- væginu í líkamanum væri orsök þeirra? Ýmislegt benti til að svo gæti verið. Dr. Frederick G. Banting, sá sem fann insúlínið, kom um þessar mundir í heimsókn til McGill háskólans og Selye sagði honum frá tilraunum sínum og þeim gruni sínum, að ofreynsla væri orsök fjölmargra ban- vænna sjúkdóma. Banting hlust- aði á hann með athygli. „Þetta er mjög athyglisvert," sagði hann. ,,En þér þurfið peninga til að halda áfram tilraunum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.