Úrval - 01.12.1954, Síða 31
ER ÁREYNSLA ORSÖK ALLRA SJÚKDÓMA?
29
þriðja. Til þess að prófa áhrif
nýs efnis, sem hann hafði unn-
ið úr kynkirtlum, dældi hann
því í kvenrottur, sem eggja-
kerfin höfðu verið tekin úr.
Við krufningu bjóst hann við
að sjá breytingar á kynfærum.
En krufningin leiddi allt annað
og óvænt í ljós: nýrnahetturn-
ar voru bólgnar og þrefalt
stærri en eðlilegt var; úræða-
kerfið hafði rýrnað og úr-
kynjast; maginn og meltingar-
færin öll voru alsett sárum.
Var eitthvert eitur í efninu,
sem fór þannig með innyfli
rottanna? Til þess að fá úr því
skorið, dældi hann formaldehyði
í eina rottu, en það er eitur.
Krufningin sýndi nákvæmlega
sömu sjúkdómsmynd: bólgnar
nýrnahettur, magasár og
skemmt úræðakerfi. Hann var
bersýnilega á rangri braut í leit
sinni að nýjum kvenkynsvaka.
En þá flaug Selye í hug, að ef
til vill gæti fleira en formald-
ehyð og vakasafi hans valdið
samskonar tjóni á innyflum
rottanna. Hann setti rottur í
búri upp á þakið á rannsóknar-
stofu sinni þar sem vindar og
kuldi mæddi á þeim. Þær þoldu
þetta í nokkurn tíma, en að
lokum komu fram sömu
skemmdir í líffærum þeirra og
hinna. Næst lét hann rottur í
vélknúið hverfibúr þar sem þær
þurftu að vera á stöðugum
hlaupum. Afleiðingarnar urðu
hinar sömu. Svo virtist sem
hverskonar ofreynsla, sem lögð
var á dýrin, framkallaði sömu
sjúkdómseinkenni: bólgnar
nýrnahettur, skemmt úræða-
kerfi og magasár.
Selye varð hugsað aftur til
námsára sinna í Prag. Það sem
hann sá nú var einmitt ógreind-
ur sjúkdómur — ekki sjúkdóm-
ur í einu líffæri, er ætti sér eina
orsök. Næstum hverskonar of-
reynsla virtist geta valdið hon-
um. Ofreynsla — gat verið að
hún væri lykillinn að leyndar-
dóminum ?
Ekki hafði til þessa fundizt
nein viðhlýtandi skýring á því
hversvegna hjartasiúkdómar
eru jafntíðir og raun ber vitni,
hversvegna of hár blóðþrýsting-
ur hrjáir milljónir manna og
hversvegna gigt og liðagigt
svifta svo marga heilsu og
kröftum. Gat verið að allir þess-
ir sjúkdómar væru ekki annað
en afleiðing ofreynslu? Gat
verið, að röskun á vakaiafn-
væginu í líkamanum væri orsök
þeirra? Ýmislegt benti til að
svo gæti verið.
Dr. Frederick G. Banting, sá
sem fann insúlínið, kom um
þessar mundir í heimsókn til
McGill háskólans og Selye sagði
honum frá tilraunum sínum og
þeim gruni sínum, að ofreynsla
væri orsök fjölmargra ban-
vænna sjúkdóma. Banting hlust-
aði á hann með athygli. „Þetta
er mjög athyglisvert," sagði
hann. ,,En þér þurfið peninga
til að halda áfram tilraunum.