Úrval - 01.12.1954, Blaðsíða 36
34
tTRVAL,
vakning sé að hefjast. En vart
verður hungurs og þorsta og
sterkrar þrár að finna leið út
úr allsleysi og örvilnan og allt
er undir því komið, hvort svar
er fáanlegt, er fullnægi leitandi,
þreyttum hug. Mér virðist sem
fólk — og einkum ungt fólk —
hafi aldrei verið fúsara að
hlusta, aldrei áfjáðara í að
þiggja heilnæm ráð en nú.
Ég vildi ógjarnan vekja mis-
skilning. Þessi hugarstefna er
ekki trúarleg. Alltjent beinist
hún ekki að því, sem vér nefn-
um eilífðarmál. Meginspurning-
in er ekki, hvernig Guð verði
fundinn, því að Guð er ennþá
langt, langt undan, en nauðir
og vandkvæði daglegs lífs eru
nálæg og brýn. Menn finna
ákveðið til þess, að eitthvað
verulegt sé í ólagi hjá oss, þrátt
fyrir hraðan bata síðustu árin,
góð lífskjör, síbætt þjóðfélags-
og f jármálaástand og þótt eng-
ir séu haldnir af ótta við yfir-
vofandi heimsstyrjöld. Samt er
eitthvað í ólagi, megnasta ólagi,
þrátt fyrir allar framfárir. Kyn-
slóð vor hefur tapað af til-
gangi lífsins sjálfs, mannlegs
lífs í þessum heimi. Vér lifum
lífinu, en til hvers? Vér erum
seldir undir grimmileg lög nátt-
úrunnar, verðum hver fyrir sig
að heyja baráttu til sjálfsvið-
halds, og í þessari baráttu er-
um vér frá fyrsta fari dæmdir
til að tapa. Jafnvel þótt vér vilj-
um styðja fagrar andlegar hug-
sjónir getum vér ekki í reynd
komizt undan ákvæðum efnis-
heimsins, sem vér lútum. Og hér
vaknar löngunin eftir því a5
verða mennskur aftur, verða
eitthvað annað, verða frjáls,.
endurleystur. Vér vitum — ef
til vill ómeðvitað — að það.
getur ekki verið hinn raunveru-
legi tilgangur mannlegs lífs,
að vér lifum á kostnað hvers.
annars og allir á móti öllum.
Frelsi, endurlausn, hlýtur að-
fela það í sér, að vér lifum
hver með öðrum og hver fyrir
annan. Þetta veldur því, að'.
menn eru teknir að leita til
kristinnar kirkju. Þeir hafa
óljósan grun um, að þar kunni
þeir að finna svarið.
Hér er allt komið undir kirkj-
unni sjálfri: Fær kirkjan svar-
að þeim, sem að öðrum kosti
hljóta að deyja vonsviknir og
vonlausir? Mun kirkjan benda
ótvírætt á Jesúm Krist, Manns-
ins Son, og sýna, að mennirn-
ir eru ekki þrælar efnisákvæða,
heldur þegnar Guðs lögmáls ?
Mun kirkjan vitna um Jesúm
Krist, Guðs son, og sýna án
tvímæla, að mennirnir geta fyrir
trúna lifað í frelsi, sem Guðs
börn og bræður hver annars?'
Tækifæri vorra tíma er mikið,
hefur ef til vill aldrei verið
meira í Evrópu en nú, því að
sjálfstraustið er glatað og hug-
ir opnir fyrir boðskap, sem hef-
ur hjálpræði að flyfja. Verður
Evrópa kristin? Það getum vér
ekki vitað. En eitt er víst: Nú
standa yfir örlagarík tímamót.