Úrval - 01.12.1954, Side 36

Úrval - 01.12.1954, Side 36
34 tTRVAL, vakning sé að hefjast. En vart verður hungurs og þorsta og sterkrar þrár að finna leið út úr allsleysi og örvilnan og allt er undir því komið, hvort svar er fáanlegt, er fullnægi leitandi, þreyttum hug. Mér virðist sem fólk — og einkum ungt fólk — hafi aldrei verið fúsara að hlusta, aldrei áfjáðara í að þiggja heilnæm ráð en nú. Ég vildi ógjarnan vekja mis- skilning. Þessi hugarstefna er ekki trúarleg. Alltjent beinist hún ekki að því, sem vér nefn- um eilífðarmál. Meginspurning- in er ekki, hvernig Guð verði fundinn, því að Guð er ennþá langt, langt undan, en nauðir og vandkvæði daglegs lífs eru nálæg og brýn. Menn finna ákveðið til þess, að eitthvað verulegt sé í ólagi hjá oss, þrátt fyrir hraðan bata síðustu árin, góð lífskjör, síbætt þjóðfélags- og f jármálaástand og þótt eng- ir séu haldnir af ótta við yfir- vofandi heimsstyrjöld. Samt er eitthvað í ólagi, megnasta ólagi, þrátt fyrir allar framfárir. Kyn- slóð vor hefur tapað af til- gangi lífsins sjálfs, mannlegs lífs í þessum heimi. Vér lifum lífinu, en til hvers? Vér erum seldir undir grimmileg lög nátt- úrunnar, verðum hver fyrir sig að heyja baráttu til sjálfsvið- halds, og í þessari baráttu er- um vér frá fyrsta fari dæmdir til að tapa. Jafnvel þótt vér vilj- um styðja fagrar andlegar hug- sjónir getum vér ekki í reynd komizt undan ákvæðum efnis- heimsins, sem vér lútum. Og hér vaknar löngunin eftir því a5 verða mennskur aftur, verða eitthvað annað, verða frjáls,. endurleystur. Vér vitum — ef til vill ómeðvitað — að það. getur ekki verið hinn raunveru- legi tilgangur mannlegs lífs, að vér lifum á kostnað hvers. annars og allir á móti öllum. Frelsi, endurlausn, hlýtur að- fela það í sér, að vér lifum hver með öðrum og hver fyrir annan. Þetta veldur því, að'. menn eru teknir að leita til kristinnar kirkju. Þeir hafa óljósan grun um, að þar kunni þeir að finna svarið. Hér er allt komið undir kirkj- unni sjálfri: Fær kirkjan svar- að þeim, sem að öðrum kosti hljóta að deyja vonsviknir og vonlausir? Mun kirkjan benda ótvírætt á Jesúm Krist, Manns- ins Son, og sýna, að mennirn- ir eru ekki þrælar efnisákvæða, heldur þegnar Guðs lögmáls ? Mun kirkjan vitna um Jesúm Krist, Guðs son, og sýna án tvímæla, að mennirnir geta fyrir trúna lifað í frelsi, sem Guðs börn og bræður hver annars?' Tækifæri vorra tíma er mikið, hefur ef til vill aldrei verið meira í Evrópu en nú, því að sjálfstraustið er glatað og hug- ir opnir fyrir boðskap, sem hef- ur hjálpræði að flyfja. Verður Evrópa kristin? Það getum vér ekki vitað. En eitt er víst: Nú standa yfir örlagarík tímamót.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.