Úrval - 01.12.1954, Blaðsíða 37

Úrval - 01.12.1954, Blaðsíða 37
MÓTUN KRISTINS HEIMS 35 Kristin kirkja í öllum löndum 4-lfunnar verður að svara þeim, sem þrá að vita, hvort Krist- ur sé svarið, hvort hann sé í raun og veru — hér og nú — Vegurinn, Sannleikurinn og Líf- ið. Megnar hann að endur- reisa manninn til raunverulega mennskrar tilveru í heimi, sem er í þann veginn að afkiæða gjörvallt mannkyn mennsku sinni og hneppa það í þræl- dóm ? Vonarmerkin eru fjölmörg: Beggja vegna járntjalds er hætt að líta á kirkjuna sem trúar- stofnun eingöngu, menn eru hættir að álíta hana einskis varðandi og án gildis fyrir líf veruleikans. Þeir geta ekki lengur látið sem hún sé ekki til, annað hvort elska þeir hana eða hata, þ. e. menn taka hana til greina. Og menn hlusta hverju sinni, sem kirkjan talar um mannlegt líf og mannleg samskipti, um félagsmál og fjármál, þjóðmál og alþjóða- málefni. En ekki má mistúlka þessar staðreyndir: Tími mark- vísrar heiðni er efalaust á enda, fáir trúa á kenningar, hvort sem þær byggjast á hughyggju eða efnishyggju. Kommúnistar trúa ekki heidur á kommúnisma sinn, þeir halda sér í hann af því að þeir þekkja ekkert betra. En þetta fólk, sem nú snýr sér til kirkjunnar og leitar ráða þar, gerir það ekki sakir trúnaðar og trausts, heldur sakir vonleysis og vonbrigða. Það leitar í þessa átt til reynslu, ekki í vissu. Það spyr, en hefur ekki enn játað svarinu, efast jafnvel um, hvort kirkjan hafi svarið í raun og veru. Nálega allir hafa áhuga á kirkjunni og því, sem hún hefur að geyma: lærdómsmenn og vísindamenn, vinnuveitendur og vinnuþiggj- endur, iðnrekendur og verka- menn, kennarar og nemendur, kaupsýslumenn og bændur. All- ir vilja þeir forvitnast um hana, allir eru þeir fúsir að ræða vandamál sín, þiggja allir fús- lega, er kirkjan býður þeim til umræðu, stjórnmálaflokkar og verkljlðsfélög, og þeir eru opin- skáir í máli og ófeimnir. En þeir varast enn að ánetjast. Á hinn bóginn vilja þeir ekki snúa baki við. Þeir finna, að þetta gæti verið síðasta bjarglín- an. Ég hygg, að þetta sé allsönn mynd af andlega ástandinu á meginlandi Evrópu. Ef þú kem- ur hingað, máttu ekki vænta þess að sjá fjöldann þyrpast í kirkjur til bess að hlýða tíð- um. En þú munt hvarvetna finna, að menn hugsa um erf- iðleika og vandamál mannlegs lífs og mannlegs samlífs í heimi nútímans. Og þú munt komast að raun um, að þessir menn hafa augun á kristinni kirkju í óljósri, hikandi von um það, að þar kynnu spurningar þeirra að fá svör og vandamál þeirra lausn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.