Úrval - 01.12.1954, Side 43
NÚTÍÐ OG FORTlÐ 1 MAROKKÓ
41
út, verður hún auðvitað að vera
með andlitsblæju. I strangtrú-
uðum fjölskyldum fær enginn
karlmaður annar en eiginmað-
urinn að sjá andlit konunnar.
Ef brúðgumanum geðjast
ekki að brúðurinni á brúðkaups-
nóttina, getur hann skilið við
hana. Hann þarf ekki annað en
fara til dómarans á staðnum
og lýsa því yfir í viðurvist hans.
Hann má einnig taka sér fleiri
konur, eða frillur, ef honum sýn-
ist svo. Aftur á móti hefur kona
ekki (nema sérstaklega standi
á) heimild til að skilja við mann
sinn. En fjölkvæni er óðum að
hverfa úr tízku. Konur eru dýr-
ar nú til dags, og aðeins á færi
efnuðustu manna að eignast
fleiri en eina. Auk þess er ekki
fátítt, að menn verði ástfangnir
af konum sínum, þó að þeir hafi
ekki séð þær fyrr en á brúð-
kaupsdaginn. Rómantísk ást á
vestræna vísu er einnig farin að
gera vart við sig og farið að
tala um kvenréttindi. Nokkur
bið mun þó verða á því, að pilt-
urinn Ahmed geti boðið Fatímu
sinni á kaffihús eða skrifað
henni ástarbréf.
*
Á áttundu öld tók hið volduga
ríki Araba, sem náði frá Bag-
dad í Mesópótamíu til Kordóva
á Spáni, að liðast simdur. Upp-
reisnargjarn landsstjóri í Norð-
ur-Afríku sagði skilið við
kalífann og stofnað sjálfstætt
konungsriki, sem hann kallaði
Marokkó, árið 788. Hann dó
nokkrum árum síðar af eitri, sem
Harun el-Raschid kalífi sendi
honum í ilmvatni. Gekk á ýmsu
um stjórn landsins næstu aldir.
Flestum soldánum var byrlað
eitur, og ríkti jafnan stjórnleysi
á eftir hverju eiturmorði, en
meðan soldánarnir voru við
völd, lögðu þeir allt kapp á að
safna auði.
Alræmdastur allra var Mou-
lay Ismail soldán, sem ríkti frá
1672 til 1727. Hann var sam-
tímamaður Lúðvíks XIV og vildi
kvænast einni dóttur hans. I
Meknes bjóst Ismail til að reisa
höfuðborg, er tæki Versölum
fram að íburði. Hesthús soldáns-
ins var 5 km langt og voru í því
12000 hestar. Þrælar, sem ekki
unnu eins og honum líkaði við
byggingar hans, voru múraðir
lifandi inn í veggina.
Lúðvík XIV sendi sendiherra
til hirðar Ismail til að fullvissa
sig um, hvort réttar væru þær
fregnir sem hann hafði af hátt-
um soldánsins. Sendiherrann
staðfesti það í bréfum sínum og
gat þess m. a., að á sex vikna
tímabili hefði soldáninum fæðzt
31 barn, og að eitt sinn hefði
soldáninn tekið á móti sér al-
blóðugur upp að olnbogum, af
því að hann hefði verið nýbúinn
að hálshöggva nokkra þræla
sína. Talið er að Moulay hafi átt
549 konur — og auk þess frillur
í þúsundatali, því að hann not-
aði sjaldan nema einu sinni
sömu konuna. Af börnum hans
e