Úrval - 01.12.1954, Page 43

Úrval - 01.12.1954, Page 43
NÚTÍÐ OG FORTlÐ 1 MAROKKÓ 41 út, verður hún auðvitað að vera með andlitsblæju. I strangtrú- uðum fjölskyldum fær enginn karlmaður annar en eiginmað- urinn að sjá andlit konunnar. Ef brúðgumanum geðjast ekki að brúðurinni á brúðkaups- nóttina, getur hann skilið við hana. Hann þarf ekki annað en fara til dómarans á staðnum og lýsa því yfir í viðurvist hans. Hann má einnig taka sér fleiri konur, eða frillur, ef honum sýn- ist svo. Aftur á móti hefur kona ekki (nema sérstaklega standi á) heimild til að skilja við mann sinn. En fjölkvæni er óðum að hverfa úr tízku. Konur eru dýr- ar nú til dags, og aðeins á færi efnuðustu manna að eignast fleiri en eina. Auk þess er ekki fátítt, að menn verði ástfangnir af konum sínum, þó að þeir hafi ekki séð þær fyrr en á brúð- kaupsdaginn. Rómantísk ást á vestræna vísu er einnig farin að gera vart við sig og farið að tala um kvenréttindi. Nokkur bið mun þó verða á því, að pilt- urinn Ahmed geti boðið Fatímu sinni á kaffihús eða skrifað henni ástarbréf. * Á áttundu öld tók hið volduga ríki Araba, sem náði frá Bag- dad í Mesópótamíu til Kordóva á Spáni, að liðast simdur. Upp- reisnargjarn landsstjóri í Norð- ur-Afríku sagði skilið við kalífann og stofnað sjálfstætt konungsriki, sem hann kallaði Marokkó, árið 788. Hann dó nokkrum árum síðar af eitri, sem Harun el-Raschid kalífi sendi honum í ilmvatni. Gekk á ýmsu um stjórn landsins næstu aldir. Flestum soldánum var byrlað eitur, og ríkti jafnan stjórnleysi á eftir hverju eiturmorði, en meðan soldánarnir voru við völd, lögðu þeir allt kapp á að safna auði. Alræmdastur allra var Mou- lay Ismail soldán, sem ríkti frá 1672 til 1727. Hann var sam- tímamaður Lúðvíks XIV og vildi kvænast einni dóttur hans. I Meknes bjóst Ismail til að reisa höfuðborg, er tæki Versölum fram að íburði. Hesthús soldáns- ins var 5 km langt og voru í því 12000 hestar. Þrælar, sem ekki unnu eins og honum líkaði við byggingar hans, voru múraðir lifandi inn í veggina. Lúðvík XIV sendi sendiherra til hirðar Ismail til að fullvissa sig um, hvort réttar væru þær fregnir sem hann hafði af hátt- um soldánsins. Sendiherrann staðfesti það í bréfum sínum og gat þess m. a., að á sex vikna tímabili hefði soldáninum fæðzt 31 barn, og að eitt sinn hefði soldáninn tekið á móti sér al- blóðugur upp að olnbogum, af því að hann hefði verið nýbúinn að hálshöggva nokkra þræla sína. Talið er að Moulay hafi átt 549 konur — og auk þess frillur í þúsundatali, því að hann not- aði sjaldan nema einu sinni sömu konuna. Af börnum hans e
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.