Úrval - 01.12.1954, Page 51
SÁLPRÆÐI OG SÖLUMENNSKA
49
kínverksar bændafjölskyldur,
sem hafa orðið fyrir þeirri til-
tölulegn algengu reynslu, að
flóð hafa eyðilagt hrísgrjóna-
uppskeru þeirra, eða nokkra
jarðnæðislausa Araba, Kóreu-
menn eða Indónesa, til þess að
komast að því hverjar væru
leyndustu óskir þeirra. Ef nið-
urstöður slíkrar könnunar yrðu
birtar í heimsblöðunum, kynni
svo að fara, að salan á lykteyð-
andi sápu og svitameðulum yk-
ist stórlega. Angistarsvitinn
hefur, eins og við vitum, sér-
lega óaðlaðandi lykt.
d d* d'
■Ýmis fróðleikur —
/ stuttu máli.
TJr „Science News Letter“, „Science Digest“ og „Magasinet“.
Merkustu nýjxmgar
í vísindum 1954.
Ársins 1954 mun verða
minnzt í vísindum fyrir það, að
þá var kjarnorku í fyrsta
skipti breytt beint í rafmagn, og
orku sólarinnar einnig, í hinni
svonefndu sólarrafhlöðu. Þessar
orkubreytingar eru þó enn á
byrjunarstigi og fjarri því að
hafa hagnýtt gildi enn sem
komið er.
Þá náðist merkilegur áfangi
í rannsóknum á kolsýrunámi
jurtanna (fótósyntesis) sem er
undirstaða alls lífs á jörðinni.
Efnabreyting þessi með aðstoð
sólarorkunnar fer fram í mörg-
um stigum og hafa öll stigin
nú fundizt. Hún fer öll fram í
hinum örsmáu grænu kornum,
sem nefnast klórófyll eða blað-
græna. Vísindamönnum við há-
skólann í Kaliforníu tókst að
einangra þessi korn úr spínat-
jurt og láta þau vinna verk sitt
utan við plöntuna, þ. e. fram-
leiða kolvetni, ‘sykur og önn-
ur næringarefni. Með þessu
virðast hafa skapazt möguleik-
ar annarsvegar til þess að
framleiða næringarefni með til-
styrk sólarorkunnar án þess
lifandi jurtir komi þar við sögu,
og hinsvegar til þess að beizla
sólarorkuna til iðnaðar.
Hjá sígarettuframleiðendum
syrti enn frekar í álinn á ár-
inu þegar ótvíræðar sannanir
fengust fyrir því, að reykingar
hækka dánartöluna ekki aðeins
af völdum lungnakrabba heldur