Úrval - 01.12.1954, Qupperneq 60
58
ÚKVAL
öndunaræfingar ef lömun gerði
vart við sig, þá var þetta nýja
lyf tiltölulega öruggt í notkun.
Hryggjaliðabrotum fækkaði
stórum eftir að farið var að
nota kúrare.
Enn liðu nokkur ár áður en
mönnum lærðist að nota kúrare
á öðru sviði. Það var svæfinga-
iæknir í Montreal í Kanada,
dr. Griffith að nafni, sem árið
1942 ákvað að reyna kúrare sem
lyf til vöðvaslökunar í sam-
bandi við botnlangaskurð.
Markmið svæfingar er að
gera sjúklinginn ónæman fyrir
sársauka, svifta hann meðvit-
und og framkalla slökun á öll-
um vöðvum. Af þessu þrennu
kemur sársaukaónæmið og með-
vitundarleysið fyrst, en til þess
að fá slökun á vöðvum þarf
dýpri og þá um leið hættulegri
svæfingu.
Með því að nota kúrare hugs-
aði dr. Griffith sér að fá fram
slökun á vöðvum strax við
létta svæfingu, eða um leið og
meðvitundarleysi kemur til sög-
unnar, og komast þannig hjá
'djúpri svæfingu. Ályktun Grif-
fiths var rétt og notkun kúr-
are við uppskurði er eitt stærsta
framfaraspor sem orðið hefur
í svæfingum. Nú líður varla sá
dagur, að ekki sé notað hið
ævaforna örvareitur Indíánanna
eða gerfiefni sömu tegundar á
sjúkrahúsum víða um heim.
Með tilraunum Claude Bern-
ards á froskum fyrir hundrað
árum fékkst sönnun fyrir því
hvernig kúrare verkar á lík-
amann. Harold King í London
tókst að vinna úr því hið
virka efnasamband. Richard
Gill, hinn áhugasami landkönn-
uður, kom með nægilega mik-
ið af eitrinu úr frumskógum
Suður-Ameríku til þess að gera
það tiltækt til lækninga. Hann
lifir nú kyrrlátu lífi í Kali-
forníu og fékk aldrei fullan
bata eftir byltuna, sem hann
hlaut í frumskógum Suður-
Ameríku. Kúrare dugði honum
ekki sem lyf. Loks áttu lækn-
arnir Bennett og Griffith með
framsýni sinni drýgstan þátt
í, að hið ævaforna örvareitur
er nú orðið eitt af mikilvæg-
ustu læknislyfjum nútímans.
Krat'taverlf.
Frændi minn nokkur, sem hælir sér af því að vera frábær
skytta, tók mig með sér á veiðar eitt sinn er ég var fyrir innan
fermingu. Við sáum brátt eina gæs á flugi., „Sjáðu nú hvemig
ég tek hana,“ sagði hann, miðaði og skaut. En gæsin lét sér
hvergi bregða, hún hélt sínu striki á fluginu eins og ekkert
hefði ískorizt.
Frændi minn horfði á eftir henni agndofa. Svo lagði hann
niður byssuna og sagði: „Tarna var furðulegt fyrirbrigði, sem
þú skalt leggja þér á minni: dauð gæs á flugi.“
— Bob Folderson í „English Digest."