Úrval - 01.12.1954, Síða 73
HÖFUNDURINN OG LESENDUR HANS
71
hans verk. Ef höfundur af til-
viljun hittir einhvern þeirra,
mun hann tala um persónur
hans eins og þær væru lifandi
fólk og vera jafnvel tilbúinn að
deila um þær. Einn þess hátt-
ar lesandi sagði við mig, að ég
hefði ekki verið réttlátur í garð
konu nokkurrar, konu, sem ég
tilbjó sjálfur — að ég bókstaf-
lega skildi hana ekki. Og það,
sem þessi lesandi sagði við mig,
var ekki einasta ákaflega fróð-
legt fyrir mig, það var einnig
mjög mikilvægt: langdýrmæt-
asta gagnrýnin, sem ég hef
fengið.
Þetta er einmitt hið nána og
gagnkvæma samband vinanna,
sem skeggræða sameiginleg
hugðarmál. Og sambandið er
eins hvort sem um er að ræða
reyfarahöfund eins og Ethel
M. Dell eða mikið skáld eins og
Henry James. Ég veit, að marg-
ir gera mikinn greinarmun á
metsöluhöfundi og þeim höf-
undi, sem nefndur er alhuga.
Að þeirra hyggju skrifar sá síð-
arnefndi til þess eins að túlka
þær alvöruþrungnu tilfinningar,
sem heimurinn vekur með hon-
um, en metsöluhöfundurinn ætl-
ar sér bara að vera metsölu-
höfundur; hann segir við sjálf-
an sig: „Ég ætla að veita al-
menningi það, sem hann vill og
græða millión.“ Vissulega gera
sumir höfundar einmitt þetta.
En ég trúi ekki, að hægt sé að
gera það með köldu blóði, líkt
og verzlunarsamninga. Vinur
minn einn dvaldist í hóteli er-
lendis, þar sem vinsæll metsölu-
kvenrithöfundur dvaldist líka.
Þetta var geðþekk kona. Þeim
varð vel til vina; þau borðuðu.
saman. Dag einn kom hún hóst-
andi og stynjandi til kvöld-
verðar; með bólgin augu og'
rautt nef. Hann vorkenndi henni
fyrir að hafa kvefazt svo hroða-
lega. Hún anzaði því til, að hún
væri alls ekki kvefuð, að hún
fengi aldrei kvef. Hins vegar
hafði hún verið að vinna að
löngum kafla í nýju bókinni, þar
sem karlhetja sögunnar sneri
baki við kvenhetjunni af völdum
misskilnings. Kaflinn hafði verið
erfiður; það tók hana allan dag-
inn að Ijúka við hann, og hún
flóði næstum óslitið í tárum.
Meðan hún talaði, fylltust augu
hennar á ný af tárum. Hún af-
sakaði sig, hún skonaðist að
sjálfri sér, en tárin voru ektá.
Við vitum, að Dickens grét mik-
ið, þegar hann myrti Paul Dom-
bey, að ekki sé talað um Nell.
Ég efast um, að nokkur höf-
undur skrifi bók til þess eins
að hreppa metsölu. Ég veit, að
sumir metsöluhöfundar tala
kæruleysislega um verk sín, rétt
eins og þeir meintu ekkert með
þeim; rétt eins og þeir ynnu þau
sér til gamans eða skrifuðu þau
með vinstri hönd í vasanum,
meðan þeir hugsuðu um eitt-
hvað annað. En ég hygg, að eng-
inn höfundur eignist lesendur
nema hann trúi því, sem hann