Úrval - 01.12.1954, Page 88
Enskur læknir gefur greinargóða lýsingu
á fyrirkomulagi heilbrigðismála í
Sovétrikjunum.
Heilbrigðismál í Sovéíríkjunum.
Grein úr „The Listener",
eftir T. A. Fox.
T^F ég veiktist, mundi ég held-
ur vilja vera hér í Englandi
en í Rússlandi. Ég á marga
kunningja meðal rússneskra
lækna. og ég dáist að þeim. Mér
geðjast vel að sjúkrahúsum
þeirra, þau eni hreinleg og vist-
leg og andinn sem þar ríkir
vingjarnlegur. Ég veit hvað
rússneskir skurðlæknar geta af-
rekað og ég ber virðingu fyrir
hæfileikum rússneskra vísinda-
manna. En þegar sjúklingur á
líf sitt undir einhverri nýrri
læknisaðgerð og athugunum í
rannsóknarstofu, er hann bet-
ur settur í London en Moskvu.
Þetta er ekkert undrunarefni
þegar haft er í huga hve
skamman þróunarferil rússnesk
læknaþjónusta á að baki sér
og við hvaða erfiðleika hefur
verið að etja. Sovézk lækna-
vísindi urðu til á árum hung-
ursneyðar, drepsótta og stjórn-
málaöngþveitis, og þau hafa al-
izt upp við styrjaldir og póli-
tíska einangrun. Samt eru þar
nú 300.000 læknar á móti 20.000
fyrir byltinguna. Að hafa kom-
ið á svona víðtækri læknaþjón-
ustu um allt hið víðlenda ríki
er eitt út af fyrir sig mikið
afrek. Auk þess á ekki að meta
læknaþjónustu eftir því einu
hverju hún getur afrekað á úr-
slita- eða hættustund. Skapend-
ur rússneskra læknavísinda
lögðu meira kapp á að koma
í veg fyrir veikindi meðal fjöld-
ans en að lækna þau af mikilli
kunnáttu í fáum. Og enn, eftir
að þeir hafa sigrazt á meirihátt-
ar farsóttum, svo sem tauga-
veiki og kóleru, og eiga nú við
svipuð læknisfræðileg vandamál
að etja og við, leggja þeir mesta
áherzlu á heilsuvernd.
Þessu fylgir t. d., að þeir
leggja mikla áherzlu á orlof
og hvíldarlækningar á hress-
ingarhælum. Flestir vinna átta.
stundir á dag sex daga vikunn-
ar; í borgunum býr fólkið við
þröngt húsnæði og veturnir eru
harðir. Til að vega á móti þessu,
hefur hver verkamaður rétt tií
mánaðar orlofs eða meira og