Úrval - 01.12.1954, Side 97
STRÁKAPÖR
95
uni endanum kastað yfir pollinn
og kettinum beitt fyrir spott-
ann með aktygjum, og þrír til
fjórir sterkir karlar eru settir
til að ganga á eftir og píska
köttinn. Að gefnu merki grípa
karlarnir í endann, láta sem
þeir píski köttinn áfram og
draga dolfallið fíflið út í tjörn-
ina.
*
Mestur hæfileikamaður allra
kattpískara í Bretaveldi var
William Horace De Vere Cole,
versti ónytjungur, sem dó á
miðjum fyrsta tug þessarar ald-
ar. Cole var mágur Neville
Chamberlain, og var nauðalíkur
í sjónum öðrum berzkum ráð-
herra, Ramsay MacDonald.
Hann bruggaði þann hrekk, sem
alræmdastur hefur orðið allra
prakkarastrika — að grafa
sundur umferðagötu.
Cole var á morgungöngu sinni
í grennd við Piccadilly, þegar
hann rakst á hóp verkamanna
sem búnir voru hökum, skóflum,
loftborum og skiltum með áletr-
uninni ,,Umferð bönnuð“.
Verkamennirnir stóðu í hóp og
voru auðsýnilega að bíða eftir
verkstjóra sínum. Cole skálm-
aði til þeirra.
„Hvurn djöfulinn meinið þið
rneð því að hanga hérna?“
spurði hann. „Takið upp verk-
færin og komið með mér.“
Þeir fylgdu honum eftir
Piccadilly. Þegar komið var í
grennd við Bond Street skipaði
hann þeim að staðnæmast og
girða af stórt svæði á götunni.
Cole öskraði nú skipanir til
hægri og vinstri og stikaði
svæðið, þar sem grafa skyldi.
Tvo lögregluþjóna bar þarna að
og sáu þeir á augabragði hvað
til stóð, heilsuðu fyrirmenninu
honum Cole og tóku þegar að
sér að stjórna umferðinni og
stugga við fólksfjöldanum, sem
safnaðist saman á gangstétt-
inni.
Cole sem þekkti vettlingatök
og flaustur hins opinbera lét nú
kylfu ráða kasti og stóð yfir
verkamönnum sínum allan dag-
inn. Um kvöldið höfðu þeir
grafið nokkuð, sem líkja mátti
við eldgíg í Piccadilly og lokuðu
þar með heilli götu.
Þegar Cole kvaddi verka-
menn sína sagði hann þeim að
þeir þyrftu ekki að koma dag-
inn eftir þar sem nýr vinnu-
flokkur yrði látinn ljúka verk-
inu. Það var langt liðið á næsta
dag þegar deyfðin á þessum
vinnustað vakti grunsemdir hjá
lögregluþjóni sem sneri sér síð-
an til réttra yfirvalda. Það tók
tuttugu og fjórar klukkustundir
að gera við skemmdirnar svo
að akfært yrði á ný um þessa
miklu umferðargötu.
*
Nokkrum árum síðar tók
Hugh Troy, einn athafnasam-
asti hrekkjalómur Bandaríkj-
anna, sig til og framdi álíka
götugröft í New York. Snemma