Úrval - 01.12.1954, Page 99
STRÁKAPÖR
97
íþróttamótunum, og Johnny
Tsal var síðastur í hverri
keppni.
I Cornell lagði Hugh stund
á húsagerðarlist. 1 Bailey saln-
um var feikilega stórt pípu-
orgel og þar voru haldnar marg-
ar af helztu samkomum há-
skólans. Hugh braut lengi heil-
ann um þetta stórfenglega verk-
færi áður en hann komst að
niðurstöðu um hvað heppileg-
ast væri að gera við það. Hann
varð að taka organistann í vit-
orð með sér. Svo smíðaði hann
auka-pípu fyrir orgelið, stærri
en hina stærstu af öllum hin-
um pípunum, bronzaði hana
og setti hana upp svo að liti
ekki tortryggilega út. Öllu
þessu áorkaði hann aðfaranótt
dags nokkurs þegar halda skyldi
mikla og virðulega samkoma í
salnum.
Þegar hálfnuð var þessi mikla
samkoma, skyldi organistinn
leika einleik. Hann var kom-
inn vel á veg þegar hann virt-
ist lenda í tæknilegum erfið-
leikum. Hann studdi á eina nót-
una og ógurlegt hljóð, eins-
konar öskur, heyrðist frá píp-
unum. Hann lét sem hann færi
hjá sér og byrjaði upp á nýtt,
en lenti á sama stað á þessari
hryllilegu fölsku nótu. Loks
snaraðist hann að bakdyrunum
án þess að ráðfæra sig við for-
manninn, og kom til baka með
hálfa tylft verkamanna — sem
raunar voru Hugh Troy og vinir
hans. Hann benti þeim með
miklu látbragði á pípurnar og
valdi loks úr þá stærstu. Verka-
mennirnir reistu tvo stiga við
pípuna og skrúfuðu hana lausa.
Hún féll á gólfið með miklu
braki, brast í sundur, og út úr
henni komu lifandi hænsni, end-
ur og dúfur og ýmsar fleiri
fuglategundir, bæði villtar og
tamdar.
Bezt allra prakkarastrika
Troy í Cornell er þó að mínum
dómi nashyrningshrekkurinn.
Dag nokkurn, þegar Hugh var í
hefmsókn hjá listamanninum
Fuertes, kom hann auga á bréfa-
körfu, sem búin var til úr nas-
hyrningsfæti. Hann fékk grip-
inn lánaðan og beið svo eftir
réttum veðurskilyrðum. Svo
tóku þeir sig til um nótt, þeg-
ar fallið hafði snjór í skóvarp
og fóru með nashyrningsfótinn
til háskólabæjarins. Þeir höfðu
fyllt hann með járnadrasli til
að þyngja hann og bundu hann
á miðja þvottasnúru, sem var
um 20 metra á lengd. Nú tóku
þeir í sinn hvorn enda snúrunn-
ar og héldu af stað gegnum há-
skólabæinn og gerðu ýmist, að
lyfta upp nashyrningsfætinum
eða láta hann niður með mestu
varúð til þess að búa til nas-
hyrningsför í snjóinn með réttu
millibili.
Er stúdendar vöknuðu morg-
uninn eftir fundu þeir þessa.
undarlegu slóð. Prófessorar,
sem skyn báru á dýr, voru.