Úrval - 01.12.1954, Qupperneq 105
STRÁKAPÖR
103
ég átti til. Herrann trúr! Allt
það, sem skeði! Fyrir aftan mig
reis planki og lamdi mig helj-
arhögg á sitjandann. Á sama
augnabliki fékk ég rafstraum
úr handfanginu og hann var
rétt búinn að rífa af mér hend-
urnar um úlnliðinn. Um leið
hljóp af byssuskot inni í kass-
anum og vatnsgusa kom út úr
skífunni og beint framan í mig.
Allt samstundis. Þeir urðu að
fara með mig heim og hátta
mig ofan í rúm. Mesta tauga-
áfall, sem ég hef fengið á æf-
inni. Vélina höfðu þeir handa
spjátrungum, sérstaklega mont-
rössunum frá Hollywood, sem
koma og steita görn og eru öll-
um til leiðinda. Þeir eru einmitt
manntegundin, sem gín við
svona nokkru — tækifæri til
þess að sýna kraftana. Ég sá
nokkra þeirra lenda í henni eft-
ir þetta. Það tekur á taugarnar
í mönnum — það tætir þá í
sundur. Þeir verða sauðalegir
og hálfdofnir í viku. Þeir halda
sig á mottunni góða stund á
eftir.“
*
Eitt af frægustu strákapör-
um síðari tíma var leikið á
Alexander heitinn Woollcott
þegar hann var í New York og
annaðist þar hugklökkan út-
varpsþátt, sem var alræmdur
fyrir að koma meirihluta borg-
arbúa til að tárast. Sagan hefst
með því að Woollcott fékk hjart-
næmt bréf frá „Minnie og Sús-
önnu“ — tveimur öldruðum
systrum sem bjuggu við fátækt
í einu herbergi í leiguhúsi ein-
hversstaðar í grenncl við Troy
í New York. Báðar voru þær
Minnie og Súsanna heilsulaus-
ar og krepptar af gigt, og
ákaflega hrifnar af hinum and-
í’íka útvarpsþætti herra Wooll-
cotts! Þær beiddust þess nú að
herra Woollcott læsi tuttugasta
og þriðja sálm Davíðs bara fyr-
ir þær, og Woollcott las hann
fyrir þær af gosi eldlegra til-
finninga. Saga hans um syst-
urnar tvær og lestur hans á
Davíðsálminum vöktu feikna
hræringu meðal hlustenda —
allir vildu hjálpa þessum
indælu, yfirgefnu og gömlu
konum.
Mánuður leið og þá kom ann-
að bréf frá „Súsönnu Lovísu
Staples,“ með þá frétt að Minnie
hefði látizt úr vesöld og skorti,
en þó ekki fyrr en hún hefði
heyrt þennan dásamlega út-
varpsþátt. Súsanna skrifaði
nokkra kafla úr ævisögu þeirra
systra, alla mjög hugðnæma,
og herra Woollcott bar bréf-
ið sér við hjartastað og las
það fyrir hverjum, sem hlýða
vildi og loks í útvarpið. Nú gerði
hann út sendimenn til uppsveita
New York ríkis til þess að hafa
upp á systurinni sem eftir lifði,
en hún fannst hvergi. Hann
skoraði á hana í útvarpi að gefa
sig fram, en hún Iét ekkert til
sín heyra. Loksins kom bréf
frá „Obrien hjúkrunarkonu“
með frásögn um það hversu