Úrval - 01.12.1954, Side 113

Úrval - 01.12.1954, Side 113
STRÁKAPÖR 111 við, og þótt hann reyndi að útskýra fyrir þessum reiða manni, að það hefði bara stað- ið svona óheppilega og sérstak- lega á í þessi tvö skipti, og hann hefði skipt við verzlun- ina árum saman snurðulaust, þá stoðaði það ekkert, hinn léði því ekki eyra, heldur æstist enn meir og sagði: „Svona af- sakanir þekkir maður, Helgi Hallgrímsson, og ég tek ekk- ert mark á þeim, og nú vil ég fá að vita í eitt skipti fyrir öll: ætlið þér að borga reikninginn, eða ekki, því ég ætla mér ekki að þvæla blessuðu barninu dag eftir dag ofan í Búnaðarbanka- hús að þarflausu ?“ Síðan skellti Tryggvi sírnan- um á, og Helgi galt líku líkt og var nú orðinn hinn reiðasti, enda tæpast láandi. Leit hann síðan til Tryggva félaga síns yfir borðið og spurði: „Heyrð- irðu þetta. Þetta er lagleg fram- koma eða hitt þó heldur.“ Kvaðst hann hafa skipt árum saman við þessa kjötverzlun og skírskotaði til allra, sem inni voru í skrifstofunni um það hvort hann væri óskilamaður, og báru allir fúslega vitni með honum um að því færi fjarri. Fremur mun sendisveininum frá Sláturfélaginu hafa þótt Helgi þurrlegur þegar hann greiddi honum reikninginn næst þegar hann kom, og sagan hermir að Helgi hafi hætt að skipta við Sláturfélag Suður- lands upp úr þessu. Og svo er það sagan um kvennafar Síamskonungs, sem varð til í Fréttastofu Ríkisút- varpsins, sem þá var nýlega flutt í núverandi húsakynni sín á Klapparstíg. Þetta var að sumri til og var talsvert rót á blaðamönn- um; nokkzár voru í sumárfríi og höfðu verið fengnir til óvan- ir menn að leysa þá af hólmi. Meðal annara blaðamanna, sem. hrist höfðu af sér bæjarrykið var Halldór Kristjánsson bóndi á Kirkjubóli, sem þá var blaða- maður við Tímann. I hans stað vann þar nú Steingrímur Sig- urðsson frá Akureyri; ungur maður, sem gekk með eldlegum áhuga að hverju starfi, hug- myndaríkur og ósínkur á gagn- rýni á það, sem honum þótti miður fara. I fréttastofunni vann þá vegna sumarleyfa kunningi Steingríms, Jón Júlíus- son menntaskólakennari. Svo vildi til einn dag um miðjan júní að þeir urðu sam- ferða úr fréttaviðtali Stein- grímur og Jón, og slóst Stein- grímur í förina með Jóni upp á fréttastofu. Þar sat fyrir fréttamaður við að taka á móti fréttum á firðrita frá Reuter. Firðritinn er með þeim hætti, að vél nokkur tekur á móti þráðlausum merkjum og breyt- ir þeim í bókstafi sem hún prentar síðan á langar pappírs- ræmur. Er þetta letur latneskt og vel læsilegt þegar hlustun- arskilyrði eru sæmileg, en þeg-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.