Úrval - 01.12.1957, Blaðsíða 59
STÖRFELLDASTA SEÐLAFÖLSUN SEM ÞEKKZT HEFUR
ÚRVAL
og býr til barnaleikföng. Þau
una vel hag sínum í Brasilíu.
Og Bernie Kriiger, vingjam-
legi ofurstinn? Leyniþjónustur
Breta, Bandaríkjamanna og
Rússa héldu uppi látlausri leit
að honum í áratug, því að ekki
var talið óhugsandi að hann
hefði komizt undan með ein-
hverjar plötur, og það því frem-
ur sem talsvert var af fölskum
100 dollara seðlum í umferð í
Evrópu eftir stríðið. Það komst
þó síðar upp, að þar var að
verki félagsskapur seðlafals-
ara í Marseille.
En 1955 skaut Kriiger upp
kollinum í Hannover í Vestur-
Þýzkalandi. Var hann þá búinn
að missa hina ljóshærðu lags-
konu sína og Mercedesbílinn og
var lítt fjáður. Hann fannst við
manntal í úthverfi Hannover og
fékkst þá við sölumennsku. Af
því að Kriiger er ekki ákærður
fyrir neinn glæp — Bretar telja
„Bernhard-aðgerðina" heimila
styrjaldaraðgerð — hefur Bonn-
stjórnin látið hann í friði.
Hann neitar öllum blaðaviðtöl-
um, en kveðst ætla að skrifa.
bók um reynslu sína. Árið
1956 flutti hann til úthverfis í
Braunschweig. Þaðan skrifaði
hann mér nýlega og kvaðst vera
að gera frumdrög að bók sinni.
Sennilega voru fölsku seðl-
arnir sem 1 umferð komust
minna en 10 milljón punda
virði. En jafnvel þótt ekkert af
þeim hefði fundizt, mundi það
sennilega ekki hafa sakað mik-
ið. Á árunum 1939 til 1956 jókst
löglega seðlavelta Englands-
banka úr 526 milljónum punda
í 1912 milljónir.
Þegar verðbólguástand ríkir
gildir einu hve seðlafalsarinn
er velbúinn tækjum til starf-
semi sinnar, hann getur ekki
gert sér neina von um að nálg-
ast seðlabankann í útgáfu seðla
sem ekki eru gulltryggðir.
„Peningar,“ skrifaði fjár-
málasérfræðingur brezka skop-
blaðsins Punch, „virðast ekki
eiga neina framtíð fyrir sér.“
Og virðist einu gilda hver
prentar þá.
Svör við heilabrotum á bls. 71:
1) b) E er kaldara en D
e) B er heitara en C
d) A. er heitara en D
e) C er kaldara en E
2) a) 15; b) 51; c) 49; d) 63; e) 13.
3) Klukkan var þrjú.
4) Sporvagnarnir gengu elleftu hverja mínútu.