Saga - 2021, Page 10
kennslumynd í dansi frá árinu 1927 sem hin stórmerkilega íþrótta-
kona og danskennari Ruth Hanson gerði í samstarfi við Loft Guð -
mundsson. Myndin ber titilinn Flat-Charlestone og í henni sést Ruth
ásamt systur sinni Rigmor Hanson dansa dansinn Flat Charleston
áhorfendum til glöggvunar. Með uppgötvun myndarinnar er hægt
að færa aðkomu kvenna að kvikmyndagerð á Íslandi 25 ár aftur í
tímann miðað við það sem áður hefur verið gert og kalla Ruth frum -
kvöðul í kvikmyndagerð á Íslandi.
Tvær myndir úr þessari merkilegu kvikmynd prýða kápu Sögu.
Hér á eftir verður fjallað um kvikmyndagerð Ruthar og birtu brugð -
ið á kafla í lífshlaupi hennar eins og heimildir leyfa, en þær eru oft
af skornum skammti, frá því að hún kom heim úr námi í Kaup -
mannahöfn þar til hún gifti sig til Skotlands og hvarf almenningi
sjónum. Einnig verður reynt að gera myndinni skil sem einstakri
heimild um dansmenningu á Íslandi og áhrif alþjóðlegra stórborga
á þann vísi að borgarmenningu sem finna mátti í Reykjavík á milli-
stríðsárunum. Þá verður rýnt í viðtökur fjölmiðla og almennings við
myndinni en markmið þessarar greinar er þó fyrst og fremst að
vekja athygli á kvikmyndaafreki Ruthar og umsvifum hennar í
reyk vískri menningu á ákveðnu tímabili.
Ruth kemur heim
Margt er á huldu um ævi Ruthar Hanson sem gerir hana nokkuð
leyndardómsfulla. Hún kom heim frá Kaupmannahöfn eftir nám
við Paul Petersens Institut árið 1926 þar sem hún hafði lært leikfimi-
kennslu og dans.3 Við heimkomuna fór Ruth strax að vekja athygli,
sér í lagi fyrir mikla danskunnáttu og fimi sem hún og systur henn -
ar, Ása og Rigmor, sönnuðu á sýningum víða um bæinn en einnig
með stofnun dansskóla fyrir börn og fullorðna og reglulegri sund-
kennslu fyrir almenning.4 Ruth fæddist árið 1906 og var dóttir hjón -
anna Hannesar Snæbjarnarsonar Hanson, kaupmanns í Reykjavík
og fyrrum gullgrafara, og Gerdu Hanson húsmóður. Ungur að árum
fór Hannes faðir Ruthar með fjölskyldu sinni til Vesturheims en
sneri einn aftur til að leita að gulli á Snæfellsnesi árið 1905.5 Eftir að
gunnar tómas kristófersson8
3 Vísir, 28. september 1926, 2.
4 „Ruth Hanson,“ Fjelagsblað Íþróttafjelags Reykjavíkur 1, nr. 2 (1926), 7. yngri systur
Ruthar tóku þátt í sýningum hennar alveg frá upphafi.
5 Nýja Ísland 2, nr. 4 (1905), 21.