Saga - 2021, Page 11
þær tilraunir misheppnuðust opnaði hann verslun að Laugavegi 29.
Gerda móðir Ruthar var dönsk en flutti til Íslands eftir að hún og
Hannes kynntust. Í minningargrein um Gerdu kemur fram að á
heimili systranna hafi ríkt mikil gleði og hafi móðir þeirra séð um
listrænt uppeldi þeirra og gert það af kostgæfni. Kenndi hún Ruth,
Rigmor og Ásu dans strax í æsku en leiðir þeirra allra áttu eftir að
tengjast danslistinni að einhverju leyti.6
Staða kvenna á Íslandi á þriðja áratugnum var að sumu leyti
mótsagnakennd. Hún einkenndist af dugnaði, framsýni og því að
brjóta niður múra en einnig af ríkjandi hugmyndafræði þess að kon-
ur ættu að sinna ,,kvennastörfum“ eða vera húsmæður. Í bókinni
Konur sem kjósa er til dæmis fjallað um gríðarlega elju margra kvenna
við að brjótast til metorða eða einfaldlega til atvinnu. Sumar náðu
að mennta sig, jafnvel erlendis, og stofna eigin fyrirtæki og fellur
Ruth augljóslega í þann flokk. Aftur á móti voru hugmyndir um
kvennastörf þröngt skilgreindar og þótti þar lykilatriði að konur
sinntu störfum „þar sem „kveneðlið“ fengi notið sín“.7 Það var því
á brattann að sækja fyrir Ruth en hún virðist ekki hafa látið „hefð -
bundna“ stöðu kvenna í samfélaginu aftra sér og fór sínar eigin
leiðir. Til að vekja athygli á dansskólanum sem hún hafði stofnað og
bjóða upp á spennandi viðburði í Reykjavík skipulagði Ruth dans -
sýningar ásamt systrum sínum sem hlutu undantekningarlítið lof í
blöðunum þar sem sagt var frá dynjandi lófataki og mikilli ánægju
áhorfenda. Athygli vekur oft afar keimlíkt orðalag ólíkra blaða um
sýningarnar og því er líklegt að Ruth sjálf hafi sent þeim fréttatil-
kynningar til að vekja athygli á vinnu sinni og stjórna þannig sinni
eigin ímyndarsköpun í samfélaginu.8 Ruth sinnti einnig sund-
kennslu en sú íþrótt var henni ofarlega í huga og var hún svo fram-
úrskarandi sundkona að eftir því var tekið. Hún tók þátt í stakka-
sundmóti sumarið 1927 þar sem hún varð Íslandsmeistari í björgunar -
ódauðleg dansspor 9
6 Thora Friðriksson, „Gerda Hanson – minningarorð,“ Morgunblaðið, 7. júlí 1956,
7.
7 Erla Hulda Halldórsdóttir, Kristín Svava Tómasdóttir, Ragnheiður Kristjáns -
dóttir og Þorgerður H. Þorvaldsdóttir, Konur sem kjósa — aldarsaga (Reykjavík:
Sögufélag, 2020), 93–201, bein tilv. 152.
8 Dæmi um þetta eru umfjallanir um danssýningu hennar sem birtust í
Morgunblaðinu og Vísi 14. mars 1928 en þær eru augljóslega umorðun á sama
textanum sem má ætla að hafi verið sendur á bæði blöðin af Ruth: Morgunblaðið,
14. mars 1928, 4; Vísir, 14. mars 1928, 3.