Saga - 2021, Qupperneq 12
stakkasundi en hún bjargaði Rigmor systur sinni og bætti Íslands -
metið í leiðinni.9 Ruth varð fyrst kvenna og þriðji sundmaðurinn í
sögunni til að synda Engeyjarsund, frá Engey til Reykjavíkur, það
gerði hún einnig sumarið 1927 á rétt rúmri klukkustund.10 Þetta
sund þykir frækilegt og er þess minnst reglulega þegar fjallað er um
íþróttaafrek Íslendinga á tuttugustu öld.
Haustið 1927 hélt Ruth til Englands með Gullfossi og var í tvo
mánuði á ferðalagi með viðkomu í London, París og Kaupmanna -
höfn þar sem hún lærði alla nýjustu og vinsælustu dansana og til-
brigði við þá, meðal annars Flat Charleston.11 Við heimkomu opin-
beraði Ruth trúlofun sína við William Murray Anderson, skoskan
mann sem hún hafði líklegast kynnst á ferðalögum sínum og átti
síðar eftir að flytja með til Skotlands.12 Ruth var augljóslega veraldar -
vön og þekkti vel til borgarmenningar Evrópu þar sem hún ferð að -
ist og naut lífsins á milli þess sem hún kynnti sér það nýjasta í dans-
senu borganna. Slíkt frelsi og innflutningur á erlendri menningu
gæti hafa gert Ruth að skotspóni gárunga á Íslandi sem fannst þjóð -
legri sveitamenningunni stafa ógn af erlendum tískufyrirbrigðum.
Slíkar „Reykjavíkurstúlkur“ urðu jafnvel fyrir aðkasti vegna klæða -
burðar, útlits og orðfæris sem hefðarpésum fannst gera lítið úr ís -
lenskum siðum og venjum.13
Í stórborgum Evrópu voru alþýðlegir dansstaðir og skemmtana-
hald í örum vexti á millistríðsárunum og sömu sögu má segja um
Reykjavík.14 Vöxtur þéttbýlisins hafði miklar menningarlegar breyt-
ingar í för með sér. Ruth var í hringiðunni bæði á Íslandi og erlendis
og á ferðalögum sínum flutti hún erlenda dansmenningu með sér til
Íslands og kynnti fyrir Íslendingum. Á þessum árum voru þjóð -
gunnar tómas kristófersson10
9 „Stakkasundið,“ Vikuútgáfa Alþýðublaðsins, 13. júlí 1927, 2.
10 „Frækilegt sund,“ Íþróttablaðið 2, nr. 7–8 (1927), 67.
11 „Danssýning Ruth Hanson,“ Vísir, 13. október 1927, 2–3.
12 Vísir, 6. október 1927, 3.
13 Eggert Þór Bernharðsson, „,,Ó vesalings tískunnar þrælar.“ Um „Reykja víkur -
stúlkuna“ og hlutverk hennar,“ Sagnir 11, nr. 1 (1990): 17–18; Guðmundur
Kamban, „Reyjavíkurstúlkan,“ Eimreiðin 35, nr. 3 (1929): 215–232.
14 James Nott, Going to the Palais: A Social and Cultural History of Dancing and
Dance Halls in Britain, 1918–1960 (Oxford: Oxford University Press, 2015), 1;
Mínerva Jónsdóttir og Sigríður Þ. Valgeirsdóttir, Gömlu dansarnir í tvær aldir:
Brot úr íslenskri menningarsögu, 1. bindi: Saga gömlu dansanna á Íslandi (Reykja -
vík: Útgefanda ekki getið, 1994), 170–172.