Saga - 2021, Page 13
dansar enn vinsælir á Íslandi og konur á borð við Stefaníu Guð munds -
dóttur og Sesselju Hansdóttur kenndu þá um og eftir fyrra stríð en
þeir voru þá einnig álitnir ákveðin uppreisn gegn gildum samfélags-
ins um stöðu konunnar. Sesselja segir svo frá í viðtali við Morgun -
blaðið í tilefni 70 ára afmælis hennar:
Ég var ekkert fyrir það að stoppa í sokka og bæta bót eins og gamla
fólkið ætlaðist til að allar stúlkur gerðu. Ég lærði að dansa hjá frú
Stefaníu Guðmundsdóttur og um skeið kenndi ég dans í Bárunni … Ég
kenndi aðallega þjóðdansa og þá var, eins og nú, skortur á strákum,
sem vildu læra að dansa, og varð ég oft að hafa stelpur í strákafötum.15
Nýir dansar voru þó farnir að ryðja sér til rúms á öðrum áratug tutt-
ugustu aldar og vinsældir þeirra jukust og dansleikir breyttust í
kjölfarið.16 Það þótti ekki öllum jákvæð þróun og viðraði fólk oft
neikvæðar skoðanir á Reykjavíkurstúlkum sem lægju í rúminu fram
yfir hádegi eftir að hafa eytt nóttinni við skemmtanir.17 Slík háttsemi
var talin af mörgum skaðleg og heyrðust áhyggjuraddir um upp-
lausn heimila og hnignun þjóðarinnar. Það var jafnvel hvatt til eftir -
lits með skemmtunum ungmenna til að sporna við þessari þróun.18
En ungar konur eins og Ruth voru tákn nýrra tíma og nýs hugsunar -
háttar um skyldur kvenna þar sem þær menntuðu sig og urðu efna-
hagslega sjálfstæðar og höfnuðu því að einskorða sig við hefð -
bundin heimilisstörf.
Myndin frumsýnd
Þann 4. desember 1927 birtist í Vísi auglýsing fyrir nýja íslenska
kvikmynd undir yfirskriftinni „Danssýning í Nýja Bíó“. Þar kom
fram að í myndinni sýndu Ruth og Rigmor Hanson dansinn Flat
Charleston, bæði frumspor og „variationir“.19 Í stuttri umfjöllun um
fyrirhugaða sýningu í Morgunblaðinu kemur fram að Ruth hafi látið
ódauðleg dansspor 11
15 „Dansinn er mitt mesta yndi,“ Morgunblaðið, 5. júlí 1963, 17.
16 Mínerva Jónsdóttir og Sigríður Þ. Valgeirsdóttir, Gömlu dansarnir í tvær aldir,
170–172.
17 Eggert Þór Bernharðsson, „Ó vesalings tískunnar þrælar,“ 18.
18 Erla Hulda Halldórsdóttir, Kristín Svava Tómasdóttir, Ragnheiður Kristjáns -
dóttir og Þorgerður H. Þorvaldsdóttir, Konur sem kjósa, 135.
19 Vísir, 4. desember 1927, 1 og 2.